Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 15

Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 15
1 9 54 ----------------------- líka, dreymandi eins og kona, sem veit hún er aðlaðandi í aug- um karlmannanna. Glettni skein úr augum hennar. „Hefirðu verið góð?“ spurði Gabriel. Þetta átti að vera grín. En þó átti það jafnframt að minna hana á, að hann hafði kysst hana í fyrra-sumar eftir dansleikinn, áður en hann lenti í vandræðunum, og að hann langaði til þess hverja stund að kyssa hana á ný, alltaf. Svipur hennar varð dapur- legur og andagtugur. — Ein- hverntíman myndi þetta fagra andlit tilheyra einhverjum karl- manni. „Já, Gabriel." Hún brosti á ný. „En þú? Lentir þú í nokkr- um vandræðum?“ „Nei,“ sagði hann. Hún vissi, að hann hefði ekki getað lent í slag. Hvernig hefði slíkt mátt verða? „Er dansleikur í kvöld?“ „Já,“ hinar holdgu varir Mörtu opnuðust og lokuðust og opnuðust á ný. „Ég verð að fara. Bless á meðan, Gabriel.“ Hann horfði á eftir henni, hvert svo sem hún var nú að fara. Hún var fögur kona, sem hlaut að elska og verða elskuð. Svo fór Gabriel í búðina. Lít- il bjalla yfir dyrunum hringdi ------------------ Bergmál um leið og hann gekk inn. All- ar hillur voru fullar af varn- ingi, svo að vöruflutningaskip- ið hlaut að hafa verið á ferðinni nýskeð með ársbirgðirnar, það var heppilegt fyrir Gabriel. Hann litaðist um og sá þarna skyrtur, net, veiðigildrur, öngla, tóbak, kornvörur og skotfæri — allt, sem hann þarfnaðist. Hann hafði komið á réttu augnabliki. Kaupmaðurinn, herra John- son var með silfur- og pappírs- peninga fyrir framan sig. Hann var að telja peningana og skrifa í stóra bók. Það hét víst kladdi, eða eitthvað þvílíkt. „Sæli-nú, herra Johnson,“ sagði Gabriel, þegar kaupmað- urinn hætti andartak að telja og skrifa. Herra Johnson leit upp. Það var í annað skipti, sem hann leit á Gabriel síðan hann kom inn. „Nú, það ert þú,“ sagði hann. „Hvenær komstu?“ — Hann sagði ekki „Sæli-nú, Gabriel,“ eða neitt slíkt vingjarnlegt. „Ég kom í morgun,“ svaraði Gabriel. „Hvað er í fréttum, herra Johnson?“ „O — ekkert sérstakt,“ sagði kaupmaðurinn. „Hvernig hefir þér gengið?“ bætti hann við og fór aftur að rýna í stóru bókina. „Vel,“ svaraði Gabriel. „Ég er 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.