Bergmál - 05.01.1954, Page 17

Bergmál - 05.01.1954, Page 17
B E R G M Á L 1 954 ------------------------- Herra Johnson starði á Gabri- el. „Þú getur farið eitthvað ann- að með þau, ef þér sýnist,“ sagði hann. „Hvert annað, herra John- son?“ „Gabriel, vinur minn, hefir þú beðið til Himnaföðurins til þess þú öðlist sálarró? — Á hverjum degi, Faðir.“ Hversu mikið myndi það kosta, að ferðast eitt hundrað og fimmtíu mílur til þess að geta selt á betra verði? „Ég skal hækka mig Upp í eitt hundrað og áttatíu,“ sagði herra Johnson. Hann kveikti í cigarettu. „Meira get ég ekki gef- ið. Þú segir til, hvort þú gengur að því.“ „Ég geng að því,“ sagði Ga- briel. Hann gekk til dyranna. — Þorpari, — hugsaði hann. „Svindl,“ muldraði hann. „Ég kem eftir andartak,“ kall- aði herra Johnson á eftir hon- um. Og svo, þegar Gabriel var að fara út úr búðinni, heyrði hann kaupmanninn segja við aðstoðarsveininn: „Taktu vel eftir þessum. Þetta er harð- neskjukarl. í fyrra sumar ...“ Gabriel keypti það, sem hann vanhagaði mest um í svipinn. Síðan brá hann sér, sem snöggv- ast inn í kirkjuna og baðst fyrir. Hvelfing kirkjunnar var blá með gylltum stjörnum. Mynd- irnar voru mjög fallegar, og Kristur var hvítur maður. Því næSt heimsótti hann skógarvörðinn til að endurnýja veiðileyfi sitt. Skógarvörðurinn var á sama aldri og Gabriel. Hann bauð upp á kaffibolla og rabbaði við Gabriel um landið norður frá, því að hann hafði komið þar og skildi því Gabriel betur en margir aðrir. Gabriel heimsótti næst móð- urbróður sinn, sem var eini ætt- ingi hans þarna. Hann var Indí- áni í húð og hár, svo að Gabriel gat ekki talað við hann um neitt annað en veiðarnar, en hann þráði einmitt að tala um allt annað milli himins og jarðar. Þegar Gabriel fór þaðan, gekk hann fram hjá húsi for- eldra Mörtu, en hún sázt hvergi. Hann kynti því varðeld og lagð- ist til svefns við hliðina á fljóta- bátnum sínum. Hann svaf fram undir miðnætti, þá var kominn tími til að fara á dansleikinn. Gabriel smeygði sér í gegn um hópinn, sem stóð við dyr sam- komuhússins. Hann þekkti alla, sem þarna voru, en enga vini átti hann í hópnum. Flestir viku 15

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.