Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 18

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 18
B E R G M Á L JANÚAR til hliðar, er þeir komu auga á Gabriel. Inni í horni á danssalnum stóð Albert fiðlari og spilaði. Hann barði taktinn með fætinum. All- ir börðu taktinn með fætinum. Gabriel gerði það líka. Dansinn seyddi hann og laðaði. Fiðlu- leikurinn endurómaði í fótum hans og handleggjum, lærun- um og maganum. Marta var að dansa við skóg- arvörðinn. Hvers vegna endi- lega við hann. Nú — hún varð auðvitað að dansa við einhvern. Hún var í ljósbláum kjól, með blátt band yfir hárið. Hún horfðist í augu við skógarvörð- inn og snarsnerist á gólfinu, þau færðust inn í horn, komu aftur fram undir dyr og dönsuðu og dönsuðu og dönsuðu. Loks varð hlé á dansinum. Gabriel gekk í áttina til Mörtu. Hún var heit og rjóð, berir fæt- ur hennar voru stæltir og sterk- legir, pilsið flaksaðist til. Skóg- arvörðurinn hélt um handlegg hennar. Hann var að leiða hana til sætis. „Marta,“ sagði Gabriel. Hún sneri sér að honum. „Gott kvöld, Gabriel,11 sagði hún. Skógarvörðurinn sleppti ekki handlegg hennar. Hún brosti ekki til Gabriels og skógarvörð- urinn virtist ekki muna það, að hann hafði boðið upp á kaffi. „Má ég biðja um næsta dans, Marta?“ Hann vissi að hún hafði gaman af að dansa við hann. Því að Gabriel og Marta áttu saman í dansinum eins og ljóð og lag. Dans þeirra var eins og þrumuveður úti á fljótinu. Þá voru aðeins þau tvö til. „Því miður,“ svaraði hún, „ég hefi lofað næsta dansi.“ Augu hennar hvörfluðu frá Gabriel til skógarvarðarins. „En þar næsta dans, þá,“ hélt Gabriel áfram.. Skógarvörður- inn hleypti brúnum og leiddi Mörtu til sætis, svo að Gabriel fékk ekkert svar. Hann starði á eftir þeim. Hendur hans kreppt- ust. Hann titraði frá hvirfli til ilja. Það varð dauðaþögn í saln- um andartak. „Marta,“ sagði Gabriel, eða hann ætlaði að minnsta kosti aðeins að segja það, en hann hrópaði það. Hann fann, að tekið var um handlegg hans ofan við oln- boga. „Komdu með mér út fyr- ir,“ sagði Brand liðþjálfi. „Þetta er fyrsta kvöldið, sem þú ert heima, en samt ætlar þú strax að stofna til vandræða,“ hélt 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.