Bergmál - 05.01.1954, Page 19

Bergmál - 05.01.1954, Page 19
1 9 5 4 ------------------------ Brand áfram, er þeir komu út úr samkomuhúsinu. „Ég gerði ekkert, liðþjálfi. — Ekkert annað en biðja Mörtu um næsta dans.“ „Hefir enginn sagt þér frá því, að þau ætla að gifta sig í næstu viku. Sáztu ekki trúlofunar- hringinn hennar Mörtu.“ „Nei,“ svaraði Gabriel. Þeir stóðu þögulir nokkra stund.--------- „Hve langan tíma þarft þú til að útbúa þig í næstu veiðiför?“ spurði liðþjálfinn að lokum. „Sennilega tvo til þrjá daga,“ sagði Gabriel. „Mér þykir þetta leitt, þín vegna, Gabriel. Þú ert afburða veiðimaður og heiðvirður dreng- skaparmaður. — En þú átt ekki vel heima innan um annað fólk.“ Gabriel gekk á brott. Hann settist við hliðina á fljótabátn- um sínum og sat þar alla nótt- ina án þess honum kæmi dúr á auga. Gabriel fór að ábendingu lið- þjálfans. Hann verzlaði frið- samlega við herra Johnson, og að kvöldi annars dags var hann ferðbúinn. Litli fljótabáturinn hans var hlaðinn. Gabriel batt hann við tré á bak við eyrar- ------------------ Bergmál odda, þar sem hann sázt ekki frá þorpinu. Þessa tvo daga hafði Gabriel forðast umgengni við fólkið og sofið mikið. Kvöldið, sem hann var ferðbúinn og búinn að binda bátinn, fór hann og faldi sig í þéttu skógarkjarri, rétt hjá göt- unni, sem flestir þorpsbúar gengu eftir. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar Marta kom. Hún gekk álút og lék bros um varir hennar. Hún var alein. Hann lét hana ganga fram hjá sér, en stökk svo skyndilega út úr kjarrinu og kom leiftur- snöggt aftan að henni, greip fyrir munn henni og hóf hana á loft. Hún veitti öfluga mót- spyrnu og gerði honum erfitt fyrir á meðan hann bar hana gegn um ógreiðfæran skóginn, alla leið niður að fljótinu og út í bátinn. „Vertu róleg, Marta,“ sagði Gabriel blíðlega um leið og hann lagði hana í botn bátsins. Hann ýtti frá landi og reri af stað. Marta æpti. Hann sló hana kinnhest með flötum lófa hægri handar. Hún þagnaði og sat í hnipri. Hann setti utanborðs- mótorinn í gang og hávaðinn í honum mundi kæfa öll óp. Þetta eina óp gat alveg eins hafa ver- ið frá einhverju dýri, 17

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.