Bergmál - 05.01.1954, Side 20
Bergmál ----------------------
Garbiel hélt sig sem næst
öðrum bakka Mackenzie-fljóts-
ins. Hann leit til baka að hálf-
tíma liðnum, en hvergi sázt
nein hreyfing.
Fljótið beygði til hægri, til
norðurs. Sólin kom upp, það var
svalt. Hann tók fram værðarvoð
og vafði henni utan um Mörtu,
sem sat móti sól.
„Mér þykir fyrir þessu, Marta.
Mér þykir það mjög leitt, ef ég
hefi meitt þig. Ég myndi aldrei
meiða þig, viljandi.“
Hún starði á hann. „Þú ert
orðinn brjálaður.“ Hún var
hrædd við hann. Hvers vegna
voru allir hræddir við hann,
jafnvel Marta?
„Er það brjálæði að elska
þig?“
„Það er brjálæði að nema mig
svona á brott. Þeir ná þér.“
„Nei,“ sagði Gabriel. Hann
hló skyndilega. Nú var hann
hamingjusamur. Hún var hjá
honum.
„Þeir finna okkur aldrei,
vegna þess að þeir hafa ekki
hugmynd um það, hvert við
förum.“
Svo sagði hann henni frá
landinu, sem þau voru að fara
til. Landi móðurfrænda hans,
þar sem hann hafði verið í æsku.
Hann hélt áfram alla nóttina að
___________________. JANÚAR
segja henni frá MacKenzie
fjöllunum, héraðinu, sem nú var
í eyði og var svo langt í burtu,
að jafnvel veiðimenn höfðu ekki
stigið þar fæti sínum, síðast lið-
in fimmtán ár.
Marta hlustaði á hinn sterka
og karlmannlega róm Gabriels,
sem yfirgnæfði alltaf árniðinn,
jafnvel þar sem flúðir og
þrengsli urðu á vegi þeirra. Ef
til vill hefir hún blundað öðru
hverju. Hann vissi það ekki.
Hann vonaði, að hún væri ekki
lengur hrædd við hann.
„Vertu ekki hrædd við mig,
Marta,“ bað hann. Hún hreyfði
sig svolítið. Kannski hafði hún
þá alls ekki sofið.
Hann beygði til vinstri út af
MacKenzie fljótinu og upp eftir
minna fljóti. Brátt komu þau að
fyrsta farartálmanum. Þau urðu
að bera bátinn og allan farang-
ur yfir að næsta fljóti. Hann lét
Mörtu ganga á undan og bera
tuttugu lítra kút með mótor-
olíu. Það var hæfileg byrði fyr-
ir konu.
Hann vissi, að hún myndi
ekki reyna að strjúka á brott
frá honum, nema því aðeins, að
hún næði bátnum, en hann bar
báða rifflana sína sjálfur, svo
að freistingin yrði ekki á vegi
hennar. Hún reyndist auðsveip.
18