Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 21

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 21
1 95 4 -------------------------- Áfram var haldið sleitulaust eftir fljótum og vötnum yfir ása og hæðir á milli vatna. En Gabriel var sterkur, ungur maður í fullu fjöri og virtist aldrei þreytast. Einu áhyggjur hans voru þær, hvort séra Tinet myndi veita honum syndaaflausn og leyfa þeim að giftast, er þau kæmu aftur, að tveim, þrem árum liðn- um. Og svo voru það hundarnir hans. Án þeirra varð hann að vera, að minnsta kosti í vetur. Það var liðið að kvöldi annars dags, er Gabriel nam staðar til að hvílast. Hann sveipaði Mörtu í teppum og sagði henni að sofa. Sjálfur settist hann upp við tré. Honum rann í brjóst öðru hverju. Að tveim stundum liðn- um vakti hann Mörtu á ný til að halda ferðinni áfram. Og um leið og hann vakti hana, sagði hann: „Taktu þennan hring af þér, Marta. Mér geðjast ekki að honum.“ „Nei,“ sagði hún. Hann horfði í lófa sína. — „Taktu hann af þér,“ sagði hann aftur. Hún hlýddi og faldi hann ein- hvers staðar í barmi sér. Þau héldu áfram allan þenn- an dag og næstu sex daga og hálfan sjöunda. Gabriel hugs- ------------------ Bergmál aði vel um Mörtu. Hann snerti hana aldrei. Hann myndi aldrei snerta hana fyrr en hún vildi það sjálf. Átta klukkustundum eftir að þau höfðu lagt af stað, söknuðu þeir Mörtu, Joe faðir hennar og skágarvörðurinn og fóru strax á fund Brands liðþjálfa. „Hún hefði varla stungið af með hon- um, af frjálsum vilja, eða hvað?“ spurði Brand. Joe hristi höfuðið. „Hvert myndi hann fara? — Norður í veiðilöndin á ný?“ spurði Brand liðþjálfi. Hann nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki tekið þennan briál- aða mann í gæzlu. „Nei,“ svaraði Joe. „Ég gæti helzt ímyndað mér, að harin stefndi norður til MacKensie- fjalla. Móðurfrændur hans bjuggu þar og hann ólst þar upp til unglingsára." Joe þagnaði, hann hafði ekki fleira að segja. Hann hafði engar sérstakar á- hyggjur út af hvarfi dóttur sinnar. „Hann sagði mér, að hann hefði skilið hundana sína eftir hjá Bob Starkey. Ef til vill hef- ir hann farið þangað fyrst til að sækja þá,‘“ sagði Brand. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.