Bergmál - 05.01.1954, Side 22

Bergmál - 05.01.1954, Side 22
B E R G M Á L---------------------------J A N Ú A R Daniéle og Daniel heita þau þessi ungu hjón. Þau eru bæði fræg, sem kvikmyndaleikarar, en enda þótt þau hafi verið gift í átta ár, hafa þau aldrei leikið saman í kvikmynd fyrr en nú, en það er í kvikmynd, sem heit- ir „Lífsbarátta", og gerð er eftir stuttri skáldsögu eftir Remo Ciacelli. Þau byrjuðu bæði leiklistarferil sinn á unga aldri og næstum samtímis, og mátti heita að þau væru að byrja listnám sitt er þau kynntust, urðu ást- fangin hvort af öðru og giftu sig. — Fyrstu árin börðust þau hreystilega fyrir því að geta stundað leiklistar- námið jafnframt því að þurfa að fram- fleyta sér af eigin ramleik. Nú eru þau talin standa í fremstu röð franskra leikara. Þau hefir lengi dreymt um að fá að leika saman í kvikmynd, en kvikmyndahandritin, stj órnendurnir eða aðrar ástæður hafa ávalt hindrað það til þessa, að sá draumur gæti rætzt. Það er fyrst nú í myndinni „Lífsbarátta", fyrstu kvikmynd, sem Daniel Gélin annast leikstjórn í, — að hann hefir getað valið eiginkonu sína Daniéle Delorme í aðal-kven- hultverkið, en aðal-karlmanns hlut- verkið leikur hann sjálfur. — Þeim fannst það í fyrstu undarlegt og öðru vísi en þau höfðu búist við að leika saman. Það var líkast því, að þau færu hjá sér, er þau léku saman persónur, sem í mörgu líktust þeim sjálfum, sögðu og gerðu ýmislegt, sem ef til vill hafði hent þau sjálf á lífs- leiðinni. Þegar Chaplin heimsótti þessi frönsku leikarahjón á meðan stóð á upptöku myndarinnar, trúðu þau þessum aldna og viðurkennda lista- manni fyrir hugrenningum sínum: „Þar hafið þið einmitt lykilinn," sagði Chaplin, „að 'skilningi á sál þeirra, sem þið eigið að túlka. Ykkar eigin reynsla og lífsbarátta gerir ein- mitt persónur leiksins lífrænni í með- ferð ykkar ...“ Þessi ágæta skáldsaga, „Lífsbarátta", britist í Bergmáli einhverntíman á næstunni og verður þá vonandi hægt að láta nokkrar ljósmyndir úr kvik- myndinni fylgja. Joe hristi höfuðið. „Nei, þá hefði báturinn verið ofhlaðinn.“ „Ef hann hefir stefnt beina leið norður til fjalla, þá verðum við að ná honum áður en hann kemst upp á Nautavatn,“ sagði Brand. „Þú kemur með, Joe, sem leiðsögumaður. Við leggjum af stað, að klukkustund liðinni." Þeir lögðu af stað þrír saman, Brand, Joe og skógarvörðurinn, enda þótt bæði Brand liðþjálfi og Joe gamli hefðu fremur kos- ið að skilja skógarvörðinn eft- ir, þennan hvít-bleika ungling, sem aldrei myndi samlagast 20 —

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.