Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 25
1954
hann var faðir Mörtu. En þeir
höfðu reynt að gera Mörtu
mein og nú skyldu allir verða
skotnir eins og hundar, og svo
héldi hann óáreittur áfram ferð
sinni með Mörtu norður til
lands móðurfrænda sinna.
„Gabriel, ef þú skýtur á þá,
munu þeir drepa þig. Því ekki
að gefast upp strax, — þá gera
þeir þér ekkert mein?“
Gabriel hló hátt. Hann var
enn hamingjusamur, enda þótt
hann hataði líka. „Þú skalt ekki
segja mér, hvað mér ber að gera,
Marta.“
Langa stund heyrðist ekkert
nema andardráttur Mörtu og
andardráttur Gabriels og niður-
inn í Nautafljóti langt niður
frá.
„Gabriel,“ rödd liðþjálfans
var miklu nær þeim nú. Hann
hlaut að hafa skriðið á magan-
um í áttina til þeirra.
„Já, liðþjálfi," svaraði Ga-
briel.
„Ég ætla að gefa þér tækifæri
til að bjarga lífi þínu. Réttu
báðar hendur upp yfir höfuð
þér og komdu út úr kletta-
sprungunni.“
„Og afhenda Mörtu þessum
manni? Nei, liðþjálfi.“ Hann var
að því kominn að skjóta á stað-
inn, þar sem hann þóttist vita
----------------- Bergmál
að liðþjálfinn væri, þegar Marta
kom skyndilega fram úr kletta-
sprungunni og stóð á fætur.
„Leggstu niður, Marta!“ hróp-
aði Gabriel. „Niður.“ — Þeir
mundu skjóta hana. Hún skeytti
engu aðvörunum hans.
„Liðþj álfi,“ hrópaði hún.
„Brand liðþj álfi.“
„Já.“
„Liðþjálfi, ég ætla að fara með
Gabriel.“
Andartak ríkti dauðaþögn.
En brátt var þögnin rofin af ó-
stöðvandi reiðilestri liðþjálfans:
„Ekki nema það þó, láta kven-
mann hafa sig að fíf-li eftir sjö
daga eftirför.“ Svo var eins og
bráð hefði svolítið af honum,
„ertu alveg viss, Marta? Veiztu
hvernig maður hann er?“
„Já, ég veit það. — Hann er
góðhjartaður drengskap>armað-
ur.“
„Jæja, jæja, þú verður að fá
samþykki föður þíns,“ kallaði
hann og var nú orðinn miklu
spakari.
„Komdu hingað, liðþjálfi,“
kallaði Gabriel, „en ekki skóg-
arvörðurinn, nema því aðeins að
hann langi til að fá kúlu í
skrokkinn.“ Gabriel var ekki
Framh. á bls. 28.
23