Bergmál - 05.01.1954, Page 28

Bergmál - 05.01.1954, Page 28
B E R G M Á L------------------- sig svo á því, að þeim hafði skjátlast og flýðu í ofboði á brott úr kvikmyndaborginni. Anna tók upp handspegil og athugaði vangasvip sinn. En jafnvel þótt öðrum ungum stúlkum skjátlaðist, þá var ekki þar með sannað, að henni hlyti einnig að skjátlast. Hún hafði bara alls ekki fengið tækifæri til að sýna og sanna hvað í henni byggi, það var allt og sumt; því að þetta eina smáhlutverk, sem hún hafði fengið, gaf henni ekk- ert tækifæri til að sýna hæfi- leikana. Nei, hún beið hins stóra tækifæris. Ef henni aðeins tæk- ist að bíða nógu lengi, þrauka nógu lengi í Hollywood, þá fengi hún það tækifæri áreiðanlega upp í hendurnar. Allt, sem með þurfti, var að þrauka nokkrar vikur, nokkra mánuði í viðbót. Anna komst að þeirri niður- stöðu, að henni veitti ekki af svolitlum augnabrúnalit. Hvar skyldi Lára geyma augnabrúna- litinn? Hún opnaði skúffu í snyrtiborðinu og þá sá hún menið. Þetta var lítið, en ljómandi fallegt hálsmen úr platínu og demöntum. Hún hafði oft séð Láru bera það. En þegar Lára var ekki með það um hálsinn, ætti hún sannarlega að hafa ___________________ JANÚAR það í skartgripaskríni sínu og það skrín ætti að vera læst inni í eldtraustum veggskáp með stafalás. Lára ætti ekki að láta svona hluti liggja á glámbekk. Anna hafði ekki grun um hve verðmætt þetta men myndi vera. En það hlaut að vera ákaflega verðmætt, það eitt var víst. Hún ætlaði að minnast á það við Láru, að hún þyrfti að ganga frá meninu í læstri hirzlu. En svo var eins og Anna missti alla sjálfráða stjórn á höndum sín- um, hún sá það eins og í þoku, að hendur hennar tóku menið upp úr skúffunni og stungu því í barm hennar. Hún gat ekki tekið gleði sína eftir þetta, þrátt fyrir glaðværð hinna gestanna. Hið eina, sem hún þráði, var að komast sem fyrst á brott úr þessu stóra, fína húsi, á brott frá öllu þessu hlæjandi og skvaldrandi fólki, en hún þorði ekki að fara fyrr en hún var vön að fara. Hún drakk meira við barinn, heldur en hún hafði gott af og hún varð með þeim síðustu, sem buðu Láru góða nótt með kossi. „Þú kemur auðvitað í næsta sunnudagsboð, elskan,“ sagði Lára. „Já, þakka þér innilega fyrir, elskan,“ svaraði Anna. „Þetta 26

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.