Bergmál - 05.01.1954, Page 29

Bergmál - 05.01.1954, Page 29
B E R G M Á L 1 9 5 4 ------------------------ var dásamlegt boð. Auðvitað kem ég í næsta sunnudagsboð.“ Þegar hún kom heim í litla herbergið sitt, lagði hún men- ið á náttborðið hjá rúminu sínu, horfði á það og hágrét. Henni tókst ekki að festa blund fyrr en langt var liðið á nótt, og hún var því í fasta svefni, er kallað var á hana í símann, klukkan hálftíu morg- uninn eftir. „Ert það þú, stelpa?“ sagði Ab Berman í símann. „Náðu þér í leigubíl á stundinni og komdu til móts við mig í Super eftir hálftíma. Nú er von í góðum bita. Það vantar unga stúlku í hlutverk daufdumbrar en stór- glæsilegrar konu, og allt er að verða tilbúið til myndatöku. Það er Corny Klein, sem stend- ur að baki, en Joe Hilton er leikstjóri. Sagði ég ekki, að ég myndi geta krækt í eitthvað gott handa þér?-------Auðvitað er ég viss. Ég hefi ekki unnið hér til einskis í tvö ár. Flýttu þér nú.“ Anna klæddist í flýti og stakk meninu í barm sér. „Útlitið er fyrsta flokks,“ sagði Klein. „Já, vissulega,“ sagði Hilton, „en getur hún nokkuð leikið?“ „Getur hún leikið?“ át um- boðsmaður Önnu upp eftir hon- um. „Þarftu að spyrja mig að því. Yertu alveg rólegur, ég myndi ekki bjóða þér upp á stelpu, sem ekki gæti leikið.“ „Hve dýr er hún?“ spurði Klein. „Bíddu fyrir framan á meðan ég ræði um fjármálin við þá, dúfan mín,“ sagði Ab Berman við Önnu, „svo ek ég þér heim í bílnum mínum á eftir.“ Fimm mínútum síðar kom hann fram fyrir til Önnu og leiddi hana með sér út í bílinn. „Þú færð þarna viku vinnu og launin verða 250 dollarar. En þú getur verið viss um það, að það var ekki fyrirhafnarlaust að fá þá til að samþykkja slík- an samning. — „Ekki einu centi minna,“ sagði ég. — „En hvað er að, telpa? Ertu ekki ánægð með þessi kjör?“ „Jú, jú, Ab, þetta er prýði- legt,“ sagði Anna. „Alveg dá- samlegt.“ En við sjálfa sig sagði Ab Berman um leið og gleypti mig — ég vildi að ég væri steindauð. „Þú ert öll í uppnámi, barn,“ sagðið Ab Berman um leið og hann skilaði Önnu heim að dyrum. Eg vildi að jörðin gleypti mig. Ég vildi að ég vœri steindauð. 27

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.