Bergmál - 05.01.1954, Side 30

Bergmál - 05.01.1954, Side 30
B E R G M Á L------------------ Símskeyti lá á borðinu inni í herbergi Önnu. Hún tók það upp en hélt hinni hendinni á brjósti sér, utan um menið. Hún tví- læsti hurðinni og reif því næst upp símskeytið: „Skilaðu því strax, og þá mun allt verða fyrirgefið, kveðja. Lára. Tárin brutust fram. Hún grét sárt, með þungum ekka. Hugs- anir hennar voru í fyrstu á ring- ulreið, en brátt jafnaði hún sig. — Ég er svo glöð yfir því, að hún veit að það var ég, sem gerði það. Ég er svo glöð, guð minn góður, en hvað ég er feg- in. En hvernig í ósköpunum gat hún vitað hver stal því? Hvern- ig? Hún hlýtur að hafa vitað það þegar ég kvaddi hana. En hvernig fór hún að komast að því. Hvernig í dauðanum gat hún vitað að það var ég?------- Á sama tíma og þetta gerðist, fengu um þrjátíu manns í borg- inni símskeyti, og voru þau öll samhljóða símskeytinu, sem Anna hafði fengið og allir lásu símskeyti sín með jafnmikilli undrun. Skildu hvorki upp né niður í þessu og héldu helzt að þetta væri einhver ný fyndni hjá Láru — og ef þetta átti að vera fyndni, í hverju var þá fyndnin fólgin ... ★ ___________________ JANÚAR HARÐNESKJUKARL Framh. af bls. 28. viss um neitt lengur, nema það. Marta stóð róleg og þögul í sömu sporum. Joe og liðþjálfinn komu nið- ur til þeirra. Joe muldraði í skegg sér, að dóttir hans væri sjálfráð að því hvað hún gerði. Svo að Gabriel og Marta héldu áfram fór sinni þetta kvöld nið- ur hlíðina, niður að Nautaflióti og niður eftir því út á Nauta- vatn, sem var í útjaðri hins fyrir- heitna lands. „Gabriel, vinur minn. Hefir þú beðið til Himnaföðurins, til þess þú öðlist sálarró?11 spurði séra Tinet þegar þau komu ár- ið eftir til að láta gifta sig og jafnframt til að láta skíra frum- burð sinn. „Á hverjum degi, ' Faðir,“ svaraði Gabriel, og minntist þess um leið, hve erfið Marta var á stundum. En að lokum var hann bæn- heyrður. Gabriel öðlaðist sálar- ró í sambúðinni við Mörtu og barn þeirra í þessu harðneskju- lega landi, sem verið hafði land móðurfrænda hans. E n d i r . 28

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.