Bergmál - 05.01.1954, Síða 32
Bergmál -------------------
nú aldrei undir höfuð leggjast.
Dag nokkurn, er hann hafði að
venju þuklað líkama hennar
áður en hann bjóst á veiðar og
að þessu sinni sagt: „Betur má,
ef duga skal.“ Þá var henni loks
nóg boðið, bjó hún sig til ferða-
lags og lagði á flótta í áttina til
æskustöðva sinna. En svo feit
var hún orðin, að hún gat ekki
gengið eins og venjuleg mann-
eskja. Voru för hennar iíkust
tveim plógförum með allbreiðu
millibili. Ekki gat hún með
nokkru móti tekið hvorn fótinn
fram fyrir annan.
Hún beitti allri sinni orku til
að reyna að ná heim til bræðra
sinna, sem allra fyrst, en hún
átti þó eftir alllanga leið þegar
leið að þeim tíma, sem maður
hennar var væntanlegur heim
og hún var sannfærð um, að
hann myndi veita henni eftir-
för.
Hún fór því að litast um eftir
einhverjum felustað og fann að
lokum rekaviðardrumb, sem
kastast hafði upp á ströndina.
Stofninn var næstum eins sver
og búturinn var langur.. Hún
var nú orðin viss um, að maður
hennar myndi ná henni áður
en hún kæmist heim til bræðra
sinna og því nam hún staðar við
rekaviðarbútinn og hugðist
___________________ JANÚAR
bregða fyrir sig því litla, sem
hún kunni til galdra.
Hún fór nú að særa drumbinn
með þessum orðum:
„Þú stóri trédrumbur,
þú sveri stofn!
Megir þú flettast,
megir þú klofna,
megir þú opnast!“
Jafnskjótt fóru að heyrast
brestir í trénu og sprungan sem
myndaðist var svo rúmgóð, að
Masaunaq komst hæglega niður
í hana. Og er hún hafði komið
sér vel fyrir í sprungunni, þuldi
hún nýja galdjra-formúlu:
„Þú stóri trédrumbur,
þú sveri stofn!
Lát sprungu þína
lokast á ný, lát sár þitt
gróa!“
Rekaviðardrumburinn lokað-
ist strax, svo fullkomlega, að
engin glufa sázt að utan verðu.
Hún lá grafkyrr og að lítilli
stund liðinni, heyrði hún marra
í snjónum úti fyrir og því næst
raust manns síns. Hann var að
tala við sjálfan sig og sagði:
„Það var fjandi ergilegt, að
ég skyldi ekki vera búinn að
slátra henni. Hún var í raun og
veru orðin nógu feit. Það var
30