Bergmál - 05.01.1954, Síða 34
UR HEIMI KYIKMYNDANNA
Hún hlaut titilinn „fjölhæfasta leik-
kona Ítalíu", þessi 17 ára kvikmynda-
leikkona á meðfylgjandi mynd, en
nafn hennar er Eleonora Ruffe. Hún
stundar ýmsar íþróttir í frítímum
sínum, einkum reiðlist, sund, skylm-
ingar og skotfimi með boga og örv-
um. Nýskeð lék hún í kvikmyndinni
„Drottningin af Saba,“ og þar reyndi
til hins ítrasta á alla íþróttahæfni
hennar, því að hún hafnaði því algjör-
lega að hafa staðgengil, hvort sem hún
þurfti að skylmast, hleypa ólmum
hestum um eyðimerkurhéruð eða
jafnvel kasta sér í sjóinn út um
glugga 1 tíu metra hæð.
Fulltrúi frá United-Artists sagði um
hana, að hún hefði alla þá hæfileika
til að bera, sem leikkonur framtíðar-
innar þyrftu að vera gæddar, til að
geta uppfyllt allar þær kröfur, sem
vandlátir kvikmyndahússgestir gætu
fundið upp á.
Myndin aftan á þessu hefti:
Vittorio Gassman, leikari.
Fyrir nokkru spurði þessi
leikari amerísku kvikmynda-
leikkonuna Shelley Winters:
„Heldurðu að þú gætir sætt þig
við að búa hálft árið á ítalíu og
hálft árið í Hollywood?"
Og Shelley svaraði: „Ég er
hamingjusöm á meðan ég er hjá
bér, hvar sem það er í heimin-
um.“
Nú hafa þau Vittorio og Shel-
ley verið gift um tveggja ára
skeið og eiga þau eina dóttur,
sem heitir auðvitað Vittoria.
Vittorio Gassman er ungur að árum,
en vinsældir hans, sem kvikmynda-
leikara eru í örum vexti, en eina kvik-
myndin, sem hann hefir leikið í, sem
sýnd hefir verið utan heimalands
hans, heitir „Glerveggurinn", en jafn-
framt hefir hann nú nýverið lokið leik
sínum í annarri mynd, sem heitir
„Sombrero“.
Hann hefir ánægju af því að leika
í kvikmyndum, en áhugi hans er þó
enn sem komið er, bundinn leikhús-
um. Hann eyðir allmiklu af frítíma
sínum í ferðalag milli Rómáborgar og
Hollywood, en hann virðist ekki
þreytast neitt á þessu flakki.
Vittorio er sagður mjög áhugasam-
ur og leggja sig mjög fram um að
gera hlutverkum sínum sem bezt skil,
hvort sem er á leiksviðinu, eða frammi
fyrir kvikmyndatöku-vélunum.
32