Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 34

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 34
UR HEIMI KYIKMYNDANNA Hún hlaut titilinn „fjölhæfasta leik- kona Ítalíu", þessi 17 ára kvikmynda- leikkona á meðfylgjandi mynd, en nafn hennar er Eleonora Ruffe. Hún stundar ýmsar íþróttir í frítímum sínum, einkum reiðlist, sund, skylm- ingar og skotfimi með boga og örv- um. Nýskeð lék hún í kvikmyndinni „Drottningin af Saba,“ og þar reyndi til hins ítrasta á alla íþróttahæfni hennar, því að hún hafnaði því algjör- lega að hafa staðgengil, hvort sem hún þurfti að skylmast, hleypa ólmum hestum um eyðimerkurhéruð eða jafnvel kasta sér í sjóinn út um glugga 1 tíu metra hæð. Fulltrúi frá United-Artists sagði um hana, að hún hefði alla þá hæfileika til að bera, sem leikkonur framtíðar- innar þyrftu að vera gæddar, til að geta uppfyllt allar þær kröfur, sem vandlátir kvikmyndahússgestir gætu fundið upp á. Myndin aftan á þessu hefti: Vittorio Gassman, leikari. Fyrir nokkru spurði þessi leikari amerísku kvikmynda- leikkonuna Shelley Winters: „Heldurðu að þú gætir sætt þig við að búa hálft árið á ítalíu og hálft árið í Hollywood?" Og Shelley svaraði: „Ég er hamingjusöm á meðan ég er hjá bér, hvar sem það er í heimin- um.“ Nú hafa þau Vittorio og Shel- ley verið gift um tveggja ára skeið og eiga þau eina dóttur, sem heitir auðvitað Vittoria. Vittorio Gassman er ungur að árum, en vinsældir hans, sem kvikmynda- leikara eru í örum vexti, en eina kvik- myndin, sem hann hefir leikið í, sem sýnd hefir verið utan heimalands hans, heitir „Glerveggurinn", en jafn- framt hefir hann nú nýverið lokið leik sínum í annarri mynd, sem heitir „Sombrero“. Hann hefir ánægju af því að leika í kvikmyndum, en áhugi hans er þó enn sem komið er, bundinn leikhús- um. Hann eyðir allmiklu af frítíma sínum í ferðalag milli Rómáborgar og Hollywood, en hann virðist ekki þreytast neitt á þessu flakki. Vittorio er sagður mjög áhugasam- ur og leggja sig mjög fram um að gera hlutverkum sínum sem bezt skil, hvort sem er á leiksviðinu, eða frammi fyrir kvikmyndatöku-vélunum. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.