Bergmál - 05.01.1954, Side 38

Bergmál - 05.01.1954, Side 38
Bergmál ------------------ fyrstu löndunum, sem stórveld- in í Evrópu hittu á eftir fund Ameríku. Bretar, Hollendingar og Frakkar börðust um yfirráð- in. Sjóræningjar úr Karabiska- hafinu réðust á nýlendubúa og allt, sem þeim tókst að byggja upp. Brenndu, rændu og eyði- lögðu allt, sem á vegi þeirra varð, svívirtu konur og drápu menn miskunarlaust. Og á þann hátt varð lífið í þessari nýlendu strax blandið þjáningum, erfið- leikum og sorg. í Frakklandi fóru menn því brátt að gera sér ljóst, að uppbygging blómlegs ríkis í þágu frönsku þjóðarinn- ar á þessum fjarlægu slóðum var ekki eingöngu dans á rós- um, og áður en mörg ár liðu, voru menn farnir að veigra sér við því að flytiast til þessarar nýlendu. Því var það, að franska stjórnin ákvað árið 1673, að neyða fólk til að flytjast þang- að. Um 12 þúsund manns. — Verztu úrþvætti úr hinu þétt- býla franska þjóðfélagi, svo sem vændiskonur af götum Parísar, óheiðarlegir umrenningar, mis- sendismenn ýmiskonar, svo og pólitískir andstæðingar kóngs- ins voru gripnir og fluttir hlekkjaðir til skips. En eftir mánaðarlanga ferð með þessum flutningaskipum, náði þetta ó- __________________ JANÚAR gæfusama fólk til Guyana, solt- ið og þjakað af hinum ótrúleg- ustu þjáningum á ferðalaginu. En þegar til Guyana kom, and- aðist flest þetta fólk, að stuttum tíma liðnum. Ýmist varð það fyrir eitruðum örvum villi- manna, eða hitasóttin varð því að fjörtjóni. í frönsku stjórnar- byltingunni voru um 600 af fylgismönum konungs fluttir nauðugir til Guyana. Að vísu sluppu þessir menn á þann hátt undan hinni blóðugu fallöxi heima í Frakklandi, en Guyana vann verk fallaxarinnar jafn fullkomlega, enda var farið að nefna þetta land „þurru fallöx- ina“ manna á meðal. Þegar hópur þessara manna kom til Cayenne, sem er höfuð- borgin í Frönsku Guyana, var tekið á móti þeim með orðun- um: „Ykkur hefir nú verið sökkt í gröfina,“ og brátt voru hinir frönsku lýðveldissinnar á- hyggjulausir vegna þessara manna, sem margir hverjir höfðu ekkert til saka unnið, annað en vera af aðalsættum. Einn hinn furðulegasti þátt- ur í allri sögu þessarar saka- mannanýlendu, hófst þegar bar- ón Millius kom fram með tillögu um það, árið 1823, að gera Guy- 36

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.