Bergmál - 05.01.1954, Síða 40
B E R G M Á L------------------
hann þó sýknaður og gerður að
majór og jafnframt sæmdur
riddarakrossi Heiðursfylkingar-
innar frönsku. Andstaðan gegn
honum, innan hersins hélzt þó
eftir sem áður og tveim árum
síðar baðst hann lausnar. Þau
ár, sem hann átti ólifuð, var
hann mjög einmana, bitur í
skapi og vinalaus. Á Djöflaeyj-
unni stendur ennþá kofinn, sem
hann bjó í, öll hin ömurlegu út-
legðarár sín og við dyrnar
stendur trébekkur, sem hann
sat á á kvöldin og starði í átt-
ina til Frakklands, sem hann
elskaði af heilum hug, þrátt fyr-
ir allt.
Danski rithöfundurinn Aage
Krarup Nielsen, hefir skrásett
bók, sem heitir: „Helvítið hand-
an hafsins“, og er það frásögn
dansks manns, sem dvaldist
nokkur ár á Djöflaeyjunni með-
al franskra sakamanna. En hann
var dæmdur til dvalar þar, eftir
að hafa reynt að gerast liðhlaupi
úr frönsku Útlendingahersveit-
inni. Lýsir hann á átakanlegan
hátt, hversu grimmd, spilling og
vesælmennska einkenndi lífið
í þessari nýlendu.
Við komuna til Guyana voru
fangarnir flokkaðir og sendir í
___________________ JANÚAR
hinar ýmsu sakamáladeildir.
Hinir meinlausustu voru látnir
afplána sekt sína við erfiðis-
vinnu á meginlandinu, en verstu
afbrotamennirnir voru sendir
til tugthúsvistar á Djöflaeyju,
Royal-eyju, eða St. Joseps-eyju.
Síðastnefnda eyjan hafði sér-
stöðu að því leyti, að þar hafði
verið reist geðveikrahæli, þar
sem geðsjúkir fangar urðu að
hýrast til dauðadags. Og jafnvel
hinir þykku múrar þessa „hæl-
is“ gátu ekki kæft öskur og vein
„sjúklinganna11, sem urðu öðr-
um föngum til ábendingar um
það, að til væru ömurlegri kjör,
en þau sem þeir áttu við að
búa.
Þessi fyrrverandi danski fangi
segir einnig frá ýmsum glæpa-
mönnum, sem þarna voru sam-
ankomnir. Eitt hið mesta úr-
þvætti var maður að nafni
Heinrich Christ, sem upphaflega
hafði verið meðlimur í pólsk-
um glæpamannaflokki, sem óð
uppi í Frakklandi með ránum
og gripdeildum. Líkami hans
var allur þakinn tattóveruðu
klámi og klúryrðum og á enni
sér hafði hann látið tattóvera
kjörorð sín: „Enginn guð, eng-
inn húsbóndi — allt fyrir ást-
ina“. Og hann hafði úr nógum
vændiskonum að velja, sem
38