Bergmál - 05.01.1954, Síða 41
Bergmál
1 9 5 4 ----------------------
dvöldust þarna bæði á meðal
fanganna og gæslumannanna.
Hann var að lokum gripinn, er
hann gerði tilraun til að flýja,
og sagt var, að hann hefði orðið
að eyða æfidögunum, sem eftir
voru, múraður fastur við cem-
entsblokk í sóðalegum og dimm-
um klefa.
Eitt af því ámælisverðasta,
sem Frakkarnir bera ábyrgð á, í
sambandi við þessa nýlendu
sína, er vegarlagning frá höf-
uðborginni Cayenne til St.
Laurent. En sú leið er um 150
kílómetrar um frumskóga og
fen. Vegurinn átti að heita „Ný-
lenduvegur númer 1“, en hefir
aldrei verið fullgerður og nefn-
ist því á síðari árum aðeins
„Vegur númer 0“, eða rétt og
slétt „La route“. Leiðin. —
Byrjað var á þessu verki á síðari
helmingi átjándu aldar og eft-
ir 50 ára vinnu var aðeins búið
að fullgera um 24 kílómetra af
þessum vegi, og hafði sá spotti
kostað líf 24 þúsund fanga.
Aðeins örfáum hefir tekist að
flýja á öllum þeim árum, sem
fangar hafa verið í haldi á
Djöflaeyju.
Einn hinna fáu, sem hafði
um víðáttumikla frumskóga og
fen, en þar hafa fjöldi flótta-
manna tínt lífinu, við að reyna
að komast undan.
Ein nhinna fáu, sem hafði
heppnina með sér, var Englend-
ingurinn Eddie Guerin. Hann
rændi upphæð, sem nemur um
tveimur og hálfri milljón ís-
lenzkra króna í skrifstofu Ame-
ricar Express Company í París,
en var handsamaður af frönsku
lögreglunni og dæmdur til æfi-
langrar dvalar á Djöflaeyjunni.
Framkoma hans þar reyndist
í alla staði til fyrirmyndar og
því var hann fluttur af eyjunni
til meginlandsins. Þar gafst
honum tækifæri til undankomu.
Fór hann fyrst yfir Marconi-
fljótið og brauzt því næst gegn
um frumskóginn 6000 kílómetra
leið og var frjáls.
Fangar, sem dæmdir hafa ver-
ið til dvalar á Djöflaeyju um
stundarsakir, hafa jafnan verið
dæmdir til að dveljast æfilangt
í Guyana að aflokinni dvöl í
fangabúðunum, og því hafa svo
fáir átt afturkvæmt til átthag-
anna. Margir hverjir hafa orð-
ið að búa við ennþá verri lífs-
skilyrði eftir að þeir voru að
nafninu til búnir að afplána sekt
sína, jafnvel orðið að svelta
langtímum saman.
Árangurinn af nýlendupóli-
39