Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 42
Allir hafa gaman af að skyggnast inn í framtíðina, ekki
sízt með augum vísindamanna.
SPÁDÓMAR
í desember síðastliðnum varð
flugvélin 50 ára, svo sem kunn-
ugt er af fréttum, og það er víst
óhætt að fullyrða, að æði mik-
ill munur er á hinni furðulegu
vél, sem Wrightsbræðurnir gátu
fengið til að svífa um 50 metra
hinn 17. desember árið 1903, og
nýtízku flugvélum.
Flugið hefir þróast gífurlega
á þessum 50 árum — en hvern-
ir verður þróunin á næstu 50
tík Frakka í Guyana, hefir orð-
ið sá, að þeir hafa haft gífurleg-
an kostnað af þessari nýlendu
sinni, enda þótt landið sé auð-
ugt og gæti gefið Frakklandi
góðan arð, ef auðlindirnar væru
hagnýttar á réttan hátt.
Arið 1946 setti franska stjórn-
in lög um afnám þessarar saka-
mannanýlendu, og nú nýlega
voru síðustu fangarnir fluttir
heim til Frakklands og þar með
lokið þessum þætti í hinni öm-
urlegu sögu hinnar illræmdu
Djöflaeyjar.
(Þýtt úr: Det rigtige).
árum? Gaman væri að sjá það
fyrir, ekki sízt ef þróunin verð-
ur jafn ör framvegis, eins og
hún hefir verið til þessa.
Einn af færustu núlifandi
sérfræðingum á sviði flugmál-
anna er Aleksandr Severskij,
sern er rússneskur að ætt og
uppruna. Hann hefir spáð ýmsu
um það, hvað gerast muni áður
en flugvélin nær 100 ára aldri.
Meðal annars þessu:
★ Áætlunarflug með farþega-
flugvélum, sem fljúga með
3000 kílómetra hraða á
klukkustund.
★ Atóm-mótorar, sem gera
flugvélunum fært að fljúga
hringinn í kring um hnött-
inn á 12 klukkustundum, í 30
kílómetar hæð.
★ Póst og vöruflutningar með
fjarstýrðum rakettum.
A Helikopterinn mun koma í
stað bílsins. Bílar verða orðn-
ir jafn sjaldséðir og hest-
vagnar eru nú. Og helikopt-
erinn mun verða ódýrari en
ódýrustu bílar eru nú.
40