Bergmál - 05.01.1954, Page 47

Bergmál - 05.01.1954, Page 47
B E R G M Á L 1 95 4 ------------------------ sem þessir kaflar höfðu hvílt á voru orðnar að nokkrum mis- háum bútum, sem stóðu nokkra metra upp úr steinstöplunum. Að norðan verðu við Tay- fjörðinn hafði varðstjórinn móttekið merkið frá Barcley. „Járnbrautarlest á sporinu“, en hann beið nú árangurslaust eft- ir því að sjá lestina bruna fram hjá. Inni í járnbrautarstöðinni í Dundee voru burðarkarlar farn- ir að tínast út á brautarpallana til þess að taka á móti ferðafólk- inu. En engin lest kom. Brátt fóru menn að stinga saman nefj- um, það hlýtur að hafa orðið slys á brúnni! Margir andmæltu þessu háðslega, og þó urðu þess- ar raddir smátt og smátt hávær- ari, en menn vonuðu aðeins í lengstu lög, að lestin hefði ekki verið komin út á brúna er hún brast. Lestarstjórinn hlaut að hafa verið aðvaraður frá suður- ströndinni og stöðvað lestina, áður en það hafði verið um seinan? . . . Dundee-búar fóru smátt og smátt að tínast út að brúar- sporðinum og stóðu þar í smá- hópum starandi út yfir æðandi og freyðandi öldur sjávarins. En ekkert sázt. Að lokum lagði járnbrautar- varðstjórinn í fylgd nokkurra sjálfboðaliða af stað út á brúna. Þeir fundu það, engu síður en þeir Barcley og Watt, að engu mátti muna, að þeim tækist að halda sér í járnbrautarteinana, svo sterkt var ofviðrið, en þeir höfðu þó komist alllangan spöl er tunglið skein niður um glufu í skýjaþykkninu og opinberaði sannleikann í annað sinn. Gap- andi svelgur í miðju brúarinn- ar og stálfleinar brotnir og snúnir báru þess glöggt vitni að lest með sjötíu farþegum auk lestarstjóra, vélamanns og kyndara hefði horfið í djúpið. Tilraun var gerð til að fá dráttarbát hafnarinnar til að fara á slysstaðinn, en veðrið og myrkrið varð - honum ofviða. Mörgum klukkustundum síðar tókst að fá gufubát frá Fifeshire til að fara á slysstaðinn, en sök- um óviðráðanlegs veðurs og myrkurs taldi skipstjórinn á þeim báti ógerning að komast að brúnni, einkum með tilliti til þess að búast mátti við að hann stofnaði bátnum og allri skipshöfn í bráða lífshættu, vegna þess hluta brúarinnar, sem nú lá þarna á hafsbotni auk járnbrautarlestarinnar sjálfrar. 45

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.