Bergmál - 05.01.1954, Page 49

Bergmál - 05.01.1954, Page 49
B E R G M Á L 1 9 5 4 ----------------------. SKRÍTLUR Fórstu til spákonunnar? Já. Vissi hún nokkuð? Eitthvað er hún glúrin — að minnsta kosti sá hún strax að vissara væri að láta mig borga fyrirfram. ★ „Er húsbóndinn heima?“ spurði gesíurinn, sem hringt hafði dyrabjöll- unni. „Já,“ svaraði frúin. „Ágætt,“ sagði komumaður, „hann skuldar mér nefnilega peninga." „Mér þykir þér vera bjartsýnn," sagði frúin, „að halda að hann. væri heima, ef hann ætti einhverja pen- inga.“ ★ Presturinn hafði komið því til leið- ar, að nýr vegur var lagður um sókn hans. Dag nokkurn mætti hann svo lækninum á nýja veginum. „Góðan dag, prestur minn,“ sagði læknirinn, brúarinnar yfir Forth-fjörðinn. Það voru ekki liðin tvö ár síðan hann hafði kropið á kné frammi fyrir Viktoríu drottningu og hún slegið hann til riddara. Þegar brúin hans brast og hvarf í hafið, hrapaði jafnframt heimur hans til grunna. Hann fékk taugaáfall og dó nokkrum mánuðum síðar. Tay-brúin var endurreist „þetta er vænti ég ekki vegurinn til himnaríkis, eða hvað?“ Presturinn svaraði: „Vart mun nokkrum detta það í hug, eftir að hafa séð þig fara eftir honum.“ ★ A veitingahúsi: „Þjónn! Gjörið svo vel og færið mér hníf.“ „Afsakið, herra minn. Ég hélt að ég hefði fært yður hníf rétt áðan.“ „Já, það er alveg rétt, en hann situr bara fastur í buffinu." ★ Atvinnuveitandinn: Gaman hefði ég af því, ef þú gæfir mér einhverntíma tilefni til að veita þér viðurkenningu fyrir vel unnin störf, Jón minn. ★ „Ég hef veitt því athygli,“ sagði gamli maðurinn, „að þið ungu menn- irnir nú á dögum virðist blátt áfram skíthræddir við að gifta ykkur. — En það get ég sagt ykkur, að ekki vissi ég hvað það var að vera hræddur, fyrr en eftir að ég gifti mig.“ eða öllu heldur byggð ný brú yfir Tay-fjörðinn, 60 metrum innar í firðinum. Sú brú var vígð hinn 12. júní árið 1887 og hefir staðið óhögguð og traust til þessa dags. Af þeirri brú má enn í dag sjá leyfar gömlu brú- arinnar á botni fjarðarins, vaxn- ar þangi og þara. Og minna þær enn í dag á hina hræðilegu ó- veðursnótt, er þetta slys varð rétt eftir jólin fyrir 74 árum síð- an. ★ 47

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.