Bergmál - 05.01.1954, Page 53

Bergmál - 05.01.1954, Page 53
1 954 ----------------------- Stefán skyldi ekki minnast á hjónaband sitt fyrr en svona seint.“ Þau rifjuðu bæði upp fyrir sér í huganum síðustu heim- sókn Stefáns, og kæruleysisleg orð hans: — „Já, sjáið þið til, ég er giftur. Hún heitir Cara, og við höfum verið gift um alllangt skeið. Ef allt gengur að óskum, eignist þið barnabarn að nokkr- um mánuðum liðnum.“ Þau höfðu eðlilega verið dá- lítið sár yfir því, að þau skyldu ekki fá að vita af þessu fyrr. Brad hafði yppt öxlum, en Madeleine hafði verið nokkra stund að jafna sig, svo hafði hún aðeins sagt: — „Jæja, þá vitum við það. Og nú viljum við gjarnan fá að heilsa upp á kon- una þí-na svo fljótt sem auðið er.“ Madeleine leit hornauga til manns síns. — „Þú ert ósann- gjarn gagnvart henni. Þetta hefir orðið henni ofviða. — Fyrst Stefán og nú barnið. Hún er að- eins barn sjálf. Aðeins nítján ára.“ Hún greip um handlegg- inn á manni sínum. „Brad, ég veit, að ég mun elska hana. Hún þarfnast svo mikillar hlýju. Svo mikillar ástar og umhyggju. Ég mun elska þau bæði, hana og litla drenginn, og á þann hátt ----------------- Bergmál fæ ég líka nokkurn hluta af Stefáni aftur.“ Brad strauk yfir hár hennar. — Eitt get ég ómögulega skilið. Svo virðist, sem þau hafi búið við hin lélegustu kjör. En Stef- án sagði alltaf að honum vegn- aði svo vel.“ Brad hafði andúð á sjálfum sér fyrir að hafa sagt þetta, að gagnrýna einkason sinn, sem nú var dáinn. Segja það berum orðum, að hann vantreysti hon- um. Að vísu gat hann ekki geng- ið fram hjá þeim staðreyndum, sem hann hafði séð með eigin augum. Madeleine hikaði, en svo fann hún það, að hún varð að tala hreinskilnislega við mann sinn. „Það eru margir mánuðir síðan Stefán skrifaði og sagði, að sér hefði verið sagt upp og honum hefði ekki tekist að útvega sér aðra atvinnu. Ég sendi honum peninga, en ég vildi ekki auka þér áhyggjur. Og þess vegna hefir hann ekki sagt okkur strax frá giftingu sinni.“ Brad varð vandræðalegur. Hafði hann raunverulega þekkt son sinn svona lítið? Madeleine hafði auðsjáanlega staðið hon- um miklu nær. Hann hafði að vísu elskað son sinn, en sú ást — 51 — /

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.