Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 55
1 95 4 ------------------------
Ég vil ekkert fremur, en
einmitt dvelja hér áfram hjá
ykkur. En ég hefi engan rétt til
þess. Við Stefán elskuðum ekki
hvort annað, þegar hann dó. Við
höfðum ákveðið að skilja, jafn-
skjótt og barnið væri fætt.“
Honum brá ónotalega, enda
þótt hann hefði haft óljósan
grun um eitthvað þessu líkt.
Eitthvað, sem j afnvel Madeleine
hafði ekki gert sér ljóst, þótt
næm væri.
„Mér þykir vænt um, að þú
sagðir mér frá þessu,“ sagði
hann seinlega og án þess að
horfast í augu við tengdadóttur
sína. „Getum við ekki látið þetta
vera leyndarmál okkar á milli,
þú og ég?“
Hún kinkaði kolli og brosti
angurblítt til hans. Þeim fannst
skyndilega, sem þau hefðu
færst nær hvort öðru. Þau urðu
bæði í sameiningu að hlífa
Madeleine.
Síðari hluta dags sátu þær
Cara og Madeline oft tvær sam-
an inni í stofu og ræddu um
Stefán. Að vísu var það einkum
Madeleine, sem talaði um Stef-
án, þegar hann var barn. Lítill
hnokki. Cara sat þá álút yfir
handavinnu sinni og hlustaði.
Öðru hverju fann hún þá til dá-
lítillar viðkvæmni í brjósti sér.
------------------- Bergmál
Ekki gagnvart Stefáni, heldur
gagnvart syni sínum, sem einn-
ig var sonur Stefáns. Móðurtil-
finningar mínar eru að vakna,
hugsaði hún þá, og hún gladd-
ist yfir því.
Þessar eftirmiðdagsstundir
með Madeleine urðu ungu kon-
unni smátt og smátt unaðsstund-
ir. Cara var að vakna til nýs lífs.
Er hún hlustaði á Madeleine
tala um Stefán með allri sinni
óeigingjörnu ást og þolinmæði,
hurfu hinar síðustu samveru-
stundir smám saman í móðu
fjarlægðarinnar og hættu að
vera aðalatriði. En ýmislegt frá
fyrstu hamingjudögum þeirra
fór nú að rifjast upp og koma í
stað þess er miður mátti fara.
Svo þegar Cara fór í göngu-
ferðir með Brad og varð að
svara ýmsum spurningum hans
varðandi hið ógæfusama hjóna-
band sitt, þá fór hún að kenna
samvizkubits. „Ég vil ...“ sagði
hún skyndilega dag nokkurn,
hátt og ákveðið, en þagnaði svo
jafnskjótt aftur.
„Hvað ætlaðir þú að segja?“
spurði Brad vingj arnlega.
„Ég vil aðeins minnast hins
fegursta og bezta frá samveru-
stundum okkar Stefáns,“ sagði
hún, „en reyna að gleyma öllu
því, sem leiðinlegt var.og illt.
53