Bergmál - 05.01.1954, Side 61
1 954 -----------—..... -———--------------------- Bergmál
þó einhverjir óánægjudrættir um munn hennar, og augun lýstu
stundum andúð og vanþóknun.
„Hefirðu gengið frá undirfötunum mínum, Biddy?“ spurði hún
kæruleysislega. „Það er gott. — Ég hefi enga matarlyst.“
„Það er steik og kartöflur og grænar baunir í ofninum — auð-
vitað borðarðu, telpan mín,“ sagði Biddy. „Ef ég liti ekki eftir
þér eins og smábarni, þá myndir þú ekki borða meira en meðal
spörfugl. Hefirðu haft mikið að gera í dag? — Kynnst nokkru
skemmtilegu fólki?
„Skemmtilegu fólki? Hér í Henbury? Mér þykir þú vera fyndin!“
hrópaði Maureen. Það var einhver óeðlilegur glampi í augum henn-
ar er hún leit á systur sína. „Húsbóndi minn fór heim til Simons
gamla Fletcher í dag, ennþá einu sinni,“ sagði hún. ,,Ég held að karl-
fauskurinn breyti erfðaskránni sinni vikulega.“ Biddy leit hvasst
á hana.
„Maureen, þú veizt ekkert um það,“ sagði hún. „Og þótt þú vissir
það, þá ættir þú ekki að minnast á það utan skrifstofunnar. Þú varst
aðvöruð um slíkt þegar þú réðist í þessa stöðu.“
„Hvað, sem því líður, þá er ég viss um að hann gerir það, og,“
bætti hún við, með ákefð, „Biddy, — ef Símon Fletcher arfleiddi
þig að einhverjum peningum, myndir þú þá láta mig hafa dálítið
af þeim? E-ekki aðeins eitt eða tvö sterlingspund. Ég á ekki við það.
Heldur dálítið að ráði. Fimm hundruð sterlingspund, að minnsta
kosti.“
„Ertu gengin af göflunum?“ sagði Biddy og greip andann á lofti.
„Ég er viss um, að hann arfleiðir þig að einhverjum peningum,“
hélt Maureen áfram og var all-æst. „Hann hefir svo mikið dálæti
á þér. Ég heyrði herra Ormann vera að segja frá því, einu sinni.
Og hver veit nema hann hafi það þúsund, eða jafnvel tvö þús-
und-----“.
„Því hafðirðu það ekki fimmtíu þúsund,“ greip Biddy fram í og
hló.
„Hvað ætlar þú annars að gera við fimm hundruð sterlingspund?“
Maureen svaraði ekki. Hún leit undan þegar Biddy horfði spyrj-
andi á hana.
„Hvers vegna fimm hundruð, Maureen?“ spurði Biddy á ný, og
59