Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 61

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 61
1 954 -----------—..... -———--------------------- Bergmál þó einhverjir óánægjudrættir um munn hennar, og augun lýstu stundum andúð og vanþóknun. „Hefirðu gengið frá undirfötunum mínum, Biddy?“ spurði hún kæruleysislega. „Það er gott. — Ég hefi enga matarlyst.“ „Það er steik og kartöflur og grænar baunir í ofninum — auð- vitað borðarðu, telpan mín,“ sagði Biddy. „Ef ég liti ekki eftir þér eins og smábarni, þá myndir þú ekki borða meira en meðal spörfugl. Hefirðu haft mikið að gera í dag? — Kynnst nokkru skemmtilegu fólki? „Skemmtilegu fólki? Hér í Henbury? Mér þykir þú vera fyndin!“ hrópaði Maureen. Það var einhver óeðlilegur glampi í augum henn- ar er hún leit á systur sína. „Húsbóndi minn fór heim til Simons gamla Fletcher í dag, ennþá einu sinni,“ sagði hún. ,,Ég held að karl- fauskurinn breyti erfðaskránni sinni vikulega.“ Biddy leit hvasst á hana. „Maureen, þú veizt ekkert um það,“ sagði hún. „Og þótt þú vissir það, þá ættir þú ekki að minnast á það utan skrifstofunnar. Þú varst aðvöruð um slíkt þegar þú réðist í þessa stöðu.“ „Hvað, sem því líður, þá er ég viss um að hann gerir það, og,“ bætti hún við, með ákefð, „Biddy, — ef Símon Fletcher arfleiddi þig að einhverjum peningum, myndir þú þá láta mig hafa dálítið af þeim? E-ekki aðeins eitt eða tvö sterlingspund. Ég á ekki við það. Heldur dálítið að ráði. Fimm hundruð sterlingspund, að minnsta kosti.“ „Ertu gengin af göflunum?“ sagði Biddy og greip andann á lofti. „Ég er viss um, að hann arfleiðir þig að einhverjum peningum,“ hélt Maureen áfram og var all-æst. „Hann hefir svo mikið dálæti á þér. Ég heyrði herra Ormann vera að segja frá því, einu sinni. Og hver veit nema hann hafi það þúsund, eða jafnvel tvö þús- und-----“. „Því hafðirðu það ekki fimmtíu þúsund,“ greip Biddy fram í og hló. „Hvað ætlar þú annars að gera við fimm hundruð sterlingspund?“ Maureen svaraði ekki. Hún leit undan þegar Biddy horfði spyrj- andi á hana. „Hvers vegna fimm hundruð, Maureen?“ spurði Biddy á ný, og 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.