Bergmál - 05.01.1954, Page 67

Bergmál - 05.01.1954, Page 67
Þ J O Ð T R U Gakk aldrei frá óbrýndum ljá, ann- ars skítur skrattinn í eggina, meðan þú ert brott, og bítur ei ljárinn á því dengsli. Berðu aldrei hrífu né fleygðu henni svo frá þér, að tindar snúi upp, ef þú vilt fá þerri, því þá kallar hún rign- ingu. Gakktu aldrei bratta mikinn í snjó með fráfalli sævar, því að þá er hlaup- hættast, og gakktu þá hvergi þar, sem hlauphætt er. — Sumir segja þó, að hlauphættara sé á aðfalli, en hitt mun réttara. Rektu ekki fénað þinn til nýs heim- ilis með aðfalli. Það er að segja: Rektu það heiman með útfalli og komdu í verustað með aðfalli, svo það verði þar hagaspakt. Bygg þú eigi reykháfa með aðfalli, heldur útfalli, því að úr þeim rýkur þá óðar. Enginn má ganga þar inn, sem ólétt kona er fyrir, með sauðband um herðar, því að þá fæðist barnið með naflastrenginn sleginn í kross yfir herðarnar. Eigi heldur má maður koma þar inn á broddum, því að þá verða holur neðan í iljum barnsins. Nefndu aldrei tófu eða ref eftir dag- setur, heldur lágfótu, því að ef þú nefnir þetta, drepur hún fé fyrir þér. Gakktu aldrei með greitt hár til laugar, sagði álfkonan. En hún orð- aði eigi, hvað við lá. Varastu óheillalit þinn. Vel þér þann, sem þínu eðli er samkvæmur. Þetta er eðli litanna, sem hér segir: blátt blæðir, svart sæmir, grátt græðir, en hvítt gerir hvorugt. En þannig eru litir heimfærðir til mannlegra eigin- leika: sakleysið er hvítt, sorgin er svört, nárinn er bleikur, gleðin er blá, vonin er græn, ástin er rauð og frelsið er gult. Ef þú lógar stórgrip og þarft að ganga frá, áður en þú hefir flegið hann, þá skaltu stinga hníf í skrokk- inn og láta hann standa þar, meðan þú ert burtu. Þetta hefir oft þótt reyn- ast vel, því annars gengur gripurinn aftur. — Því fór nú sem fór í Holtum á Mýrum austur, er menn höfðu lóg- að þar belju og voru búnir að flá hana aítur á malirnar, en þurftu að ganga frá til að meðtaka hressing, og gleymdu að skilja hníf eftir í skrokknum. Með- an þeir voru inni, sáu þá aðrir, er voru úti skammt frá, lítinn fugl fljúga til kussu og að strjúpanum. Reis hún þá á fætur og fór, dragandi húðina á eftir sér, í tjörn þá, er síðan var kölluð Baulutjörn, og varð þar að sögn að nykri, er löngum hefir heyrzt öskra þar fyrir veðrabrigðum. Litli fuglinn þótti sem verið hefði illur andi, er fór í kúna. Enginn brenni af sér hár, nögl eða tönn eða annað. Ef maður gerir það, brennir maður af sér gæfuna.

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.