Bergmál - 01.04.1954, Page 48

Bergmál - 01.04.1954, Page 48
Svipmyndir úr lífi innfæddra svertingja og aðfluttra Evrópumanna undir hitabeltissól Afríku. Nígería -- Cameroun -- Gullströndin Villy E. Risör. Framkvæmdastjóri danskrar timb- urverzlunar, sem heitir Villy E. Risör flaug suður til Afríku fyrir rúmu ári síðan í þágu fyrirtækis síns. „Ég var aðeins trémaður á ferð,“ segir hann, „en ég tíndi blóm á leíð minni og hug- ur minn stóð opinn fyrir öllu nýju og framandi." — Árangurinn varð bók ein lítil, sem hlaut nafnið „Afríka tré- mannsins.“ Og hefir hún af gagnrýn- endum verið talin ein af beztu Afríku- lýsingar bókum dönskum. — Hér fara á eftir örfá sýnishorn úr þessari skemmtilegu bók: Við vorum þrem mínútum á eftir áætlun. Það var ljóta sleif- arlagið, eða hvað? Leiðin var rúmlega 7400 kílómetrar, og slíka smáspotta ætti maður þó að geta lagt að baki, án þess að verða óstundvís. Dyrnar að far- þegarúmi flugvélarinnar opn- uðust og inn kom kolsvartur herramaður með sótthreinsunar sprautu í hendinni. D.D.T. guf- urnar fylla andrúmsloftið. Dyr- unum er lokað andartak, en svo fær maður loks leyfi til þess að ganga út. Hitinn hertekur mann samstundis, svo að í fyrstu kem- ur manni það á óvart og hálf- lamast. Maður flýtir sér að afklæðast yfirhöfn og jakka og jafnframt rífa af sér slipsið og samt virð- ist maður enn vera kappklædd- ur í samanburði við heimamenn, hvíta sem svarta, er aðeins eru klæddir stuttbuxum. (Afsakið! Ég hefi þegar fengið að vita, að það er ekki talað hér um hvíta menn og svarta eða negra, held- ur: Afríkumenn og Evrópu- menn. Aftur á, móti er ekki minnst á Ameríkana hér. — Afríkumaður veit ekki að til sé nein manntegund, sem kallast Ameríkani. Vesalings Ameríka. Hér er aðeins til Evrópa og Ev- rópumaður, hinn heimurinn og hinn kynflokkurinn.) Afríkumennirnir virðast flest- allir glaðir og ánægðir með til- veruna hér. Þeir eru ótrúlega hrifnir af börnum, og ég hefi séð marga Afríkumenn gleðjast 46

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.