Bergmál - 01.04.1954, Síða 54

Bergmál - 01.04.1954, Síða 54
Apríl Bergmál ------------------- Jafnvel þótt henni hafi kannski ekki verið það ljóst sjálfri. Og það var þetta, sem Clip ekki þoldi. Hann kærði sig kollóótt- an um það, þótt hún bæri út slúðursögur um hann. En ást hennar gat hann ekk-i þolað. Þess vegna var hann óður, og uppvægur. „Þessi gamla norn er ástfangin af mér,“ sagði hann stundum. Clip sat inni í rakarastofu Jóa Kolbs og var að láta klippa sig. Á laugardaginn. Hann var ekki fyrir neinum, horfði aðeins út um gluggann forvitnislega á fólkið, sem gekk fram hjá. Þá gekk ungfrú Pfister fram hjá. Stuttu síðar kom hún til baka og gekk á ný fram hjá gluggan- um, hnakkakert með vandlæt- ingarsvip. — Ég segi aðeins hlutlaust frá því sem gerðist, til að sýna fram á það, að Clip verðskuldar ekki að vera for- dæmdur opinberlega. Ungfrú Pfister gekk, sem sagt, fram hjá og aftur til baka, síðan gekk hún á ný sömu leið og fyrr, fram hjá glugganum og enn til baka. Hún tilbað hann með reig- ingssvip og þóttafullu látbragði. Þá var það, sem Clip tapaði stjórninni á hægri fæti sínum. Rauk upp úr rakarastólnum, þaut út á götu og greip um handlegginn á ungfrú Pfister. Hann var auðvitað hálf-óður, en ungfrú Pfister orgaði af hrifningu. Clip jós sér yfir hanat og hún jós sér yfir hann. Það var líkast því er hjón rífast, sem gift hafa verið í sextán ár og ausa loks af skálum reiði sinn- ar, öllu, sem þau vissu hvort um annað. Clip froðufelldi af ósköpum. Hann var altekinn viðbjóði og vanlíðan, en jafnframt leið hon- um illa vegna þess að honum fannst sér vera sýnd lítilsvirð- ing og smán. Ungfrú Pfister sat skyndilega flötum beinum á gangstéttinni utan við rakarastofuna, um há- bjartan daginn. Allir íbúar borg- arinnar streymdu að, til þess að sjá, hvaða afbrot hefði verið framið, og hún fékkst ekki til að standa á fætur. Clip var svo skapvondur, að hann vissi ekki hvað hann átti að taka sér fyrir hendur. Ef að ungfrú Pfister hefði staðið á fætur, þá hefði hann sparkað í hana aftur, en hún stóð ekki á fætur. En nú fóru nokkrir kirkju- legir vinir hennar að blanda sér í ástamál hennar, með þeim árangri, að Clip Rye lenti í tugthúsinu, og þar situr hann

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.