Bergmál - 01.09.1957, Page 2
JON I GARÐI
Gjört upp við lífið
Eg hef oft að litlu lotið, lenti tíðum þó í strand, enda jafnan af mér brotið oflátunga tjóðurband. Auðmjúkt skap ég hef ei hlotið, hjálp því sjaldan fékk í land. Þannig skiptur þrátt eg glímdi. Því varð lítið dagsverk mitt, enda margur að því kímdi. — Ollum fannst það minna en sitt. Friðarboginn frá mér rýmdi, fót ’nans aldrei gat eg hitt.
Löngum kaus ég lága sætið, lifa frjáis ef mætti þar, þoldi illa yfirlætið, á það hiklaust vopn eg bar. Valdi fremur stíg en strætið, stoltum glópum fjær þá var. Andinn hvergi sá til sólar, sár og dapur heim því fór. Sultar- strengdi að sér ólar, orðinn var hann næsta mjór. Aumum hjóðast aldrei stólar, illa þó að kreppi skór.
Einn á lífsins víðavangi varð eg æ að kafa snjó. Hafði jafnan hríð í fangi, hretið mína tötra kló. Því varð oft á þessum gangi þungfært skap og hugsun sljó. Síðla munu samleið eiga sálin mín og líkaminn. Hun vill helzt í öllu eiga einhvern hluta, þetta skinn. Honum snemma í druslu deiga dapur breytti sjukleikinn.
Það var æ sem eitthvað drægi anda minn í sólarleit, þó að eftir liiið lægi líkamshrör í köldum reit. — Það var aldrci hiis né hagi handa mér í neinni sveit. Ennþá getur orðaforðinn ýmsum hitað líkt og var, líkaminn er lestur orðinn lífið blaktir eins og skar. Dauðans unn á hæði borðin hrýtur yfir skriðlatist far.