Bergmál - 01.09.1957, Síða 6

Bergmál - 01.09.1957, Síða 6
Bergmál ----------------------- að -þið hefðuð fengið jólatékk- ana ykkar, þið eruð hrædd við Vance.“ Howard titraði frá hvirfli til ilja af niðurbældri reiði, en hélt þó stjórn á sjálfum sér að mestu og gekk af stað fram í anddyrið með fröken Ospensky. Skyndi- lega sneri gamla ballettdans- konan sér við og í svip hennar sá ég eitthvað nýtt sem ég hafði aldrei séð þar fyrr, eitthvað sem benti til virðuleika og andlegs jafnvægis og kom mér það á óvart. „Ég elska Howard,“ sagði hún. „Hann elskar mig. Það er hlægilegt, en það er þó ekki eins hlægilegt eins og að elska aftur- göngu. Ég vissi það að þú ætl- aðir að koma okkur á kaldan klaka ef . .. . “ Frú Porter greip fram í fyrir henni. „Þið hafið hlegið að mér á bak, fyrir það sem þið hafið kallað rómantískar grillur eða gjörninga og ég er því viss um að þið getið ekki haft neitt á móti þeim raunveruleika og staðreyndum, sem þú virðist dá svo mjög.“ Fröken Ospensky tók um hönd Howards. „Komdu,“ sagði hún blíðlega. ,,Þetta er það sem við --------------- Septem'ber hefðum átt að gera fyrir mörg- um árum.“ Og þau gengu sam- hliða út úr stofunni. „Ungfrú Stone, viljið þér gjöra svo vel og rétta ungfrú Billings hennar gjöf.“ Frú Port- er sagði þetta rólega og hægt, en rödd hennar var líkust stáli. Hendur mínar titruðu er ég rétti stórt umslag í áttina til frú Billings, út úr því dró hún sam- anbrotið bréf sem hún las þegar. Ég sá að hún hafði ekki fyrr lokið lestrinum en hún las það yfir aftur, en leit því næst upp döprum, næstum slokknuðum augum. „Þetta er alveg ókiljan- legt.“ Frú Porter svaraðið engu, en frú Billings sneri sér að mér eins og ég gæti ef til vill gefið einhverja skýringu. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hún. „í þessu bréfi er mér gefin heimild til þess að búa að Headlands þang- að til í febrúar og það er með undirskrift Marian Porter.“ Frú Billings hló hátt og hvellt. „Hvað á svona glens að þýða, Marían? Þeir, sem ég samdi við um söluna á Headlands, gáfu mér orð sín fyrir því, að þeir mundu leyfa mér að dveljast þar, það sem ég ætti eftir ólifað, og þetta voru fulltrúar bezta og 4

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.