Bergmál - 01.09.1957, Page 7

Bergmál - 01.09.1957, Page 7
1957 traustasta fasteignafyrirtækis í Borston.“ „Það fasteignasölufyrirtæki, irú Billings, er mín eign.“ Gamla konan starði á frú Porter og trúði auðsjáanlega ekki því, sem hún hafði heyrt. „Já, en Headlands er hluti af lífi mínu.“ „Mér finnst ég vera mjög göf- uglynd að leyfa yður að dveljast þar ennþá í nokkrar vikur. Ég hefi hugsað mér að gera Head- lands að heimili.“ „Þú hefur verið að ráðgera þetta öll þessi ár sem hefnd þína fyrir einhverjar heimsku- legar athugasemdir, sem ég hef látið mér um munn fara fyrir fjörutíu árum síðan. Þú getur ekki verið svona mikill mann- hatari.“ „Mannhatari! Ég hélt einu sinni að fólk gæti ekki verið mannhatarar, en það reyndist vera sv^; nú hafið þér gert sömu uppgötvun og ég gerði þá.“ Ég var eins og fest upp á þráð, er ég horfði á frú Billings þar sem hún stóð og virtist vera að leita að einhverju til þess að segja. Mér fannst eins og hún hnígi saman, minnkaði og eltist þarna fyrir augunum á mér og ------------------- Bergmál yrði að gamalli, hrumri, gjör- sigraðri konu.“ „Ungfrú Stone,“ sagði frú Porter og var rödd hennar gjör- samlega laus við alla með- aumkun, alla mannlega tilfinn- ingu. „Biðjið Perkins að ná í bíl frú Billings.“ Ég flýði eins og fætur toguðu út úr stofunni, fann Perkins og flutti honum þessi skilaboð. Frú Billings kom á eftir fram í and- dyrið eins og svefngengill, hún horfði á mig eins og hún hefði aldrei séð mig fyrr en gekk því næst hægum skrefum þvert yfir hið stóra anddyrið og út í bílinn sinn. Ég fór aftur inn í setustofuna, og' þar stóð frú Porter fyrir neðan málverkið af föður sín- um. „Þér eruð eins og þér hafið fengið taugaáfall, ungfrú Stone.“ Ég hafði nú fengið ákafan höfuðverk. Svo að Vance Porter hafði þá 'haft vald til þess að ná að seilast yfir öll þessi ár og skapa slíka grimmd og ill- mennsku, auðvitað komst ekk- ert annað að í huga hennar held- ur en Vance og hún vildi engan sjá og engan heyra annan en Vance. „í gærdag sagði ég yður, að 5

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.