Bergmál - 01.09.1957, Side 9

Bergmál - 01.09.1957, Side 9
1957 fannst einhver standa við stig- ann og horfa á eftir mér, og ég þóttist viss um þetta, án þess að ég liti við, ég hafði enga stjórn á því hvert ég fór, en hljóp yfir anddyrið fram hjá myndastytt- unni og að ljósgeislanum sem féll út um opnar dyrnar, en ein- hvers staðar í húsinu heyrði ég dauft hljóð, eins og þegar dyrum er lokað af mestu hægð og gætni. Ég titraði frá hvirfli til ilja og hallaði mér áfram með lófann á dyrakarminum, því næst ýtti ég á hurðina og hún opnaðist upp á gátt, inn í stofuna. Frú Porter lá þversum yfir legu-bekkinn og var ennþá í hvíta kvöldkjólnum sínum. Þetta er víst allt í lagi, hugsaði ég. Hún hefur aðeins sofnað þarna, það er ekkert að. Nei, hún var víst ekki sofandi, augu hennar voru opin og hún horfði beint á mig, höfuð hennar var í einhverjum óeðlilegum stelling- um, þannig að ég skildi ekki hvernig hún gæti snúið svona upp á það, hún er eins og brúður, hugsaði ég, hálf-tryllt af skelf- ingu. „Frú Porter,“ hvíslaði ég. Hún svaraði ekki, en áður en ég ávarpaði hana, þá vissi ég það að hún mundi aldrei svara. Augu ----------------- Bergmál hennar störðu á mig óhreyfan- leg og þó ekki á mig heldur fram hjá mér, í gegnum mig og nú sást ekki lengur þessi svipur sem ég hafði alltaf sett í sam- band við'hina löngu bið hennar. Mér fannst hún undarlega ung og lífleg núna eftir að hún var dáin, mér fannst eins og þetta væri lík ungrar stúlku. Auðvitað er mig ennþá að dreyma, sagði ég við sjálfa mig, nú hlýt ég að fara að vakna. En nú varð mér litið á stólinn sem jafnan stóð við annan end- ann á legubekknum og þegar ég sá að honum hafði verið sparkað um koll þá hafði það þau áhrif, að ég loks gat hugsað skýrt. Það hafði sterkari áhrif á mig heldur en að sjá líkið af frú Porter. Ég gekk aftur á bak út í anddyrið, mér fannst einhver vera að hreyfa sig í hinum enda and- dyrisins. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég vrði að komast aftur upp 1 herbergið mitt og læsa að mér og kalla á hjálp, hringja á Bill. Ég flúði framhjá mynda- styttunni og aftur upp í her- bergið mitt. Ég hratt hurðinni opinni, einhver hafði kveikt ljósið. Howard Carrol stóð þarna á miðju gólfi. Ég hrökklaðist á brott og aftur 7

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.