Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 11

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 11
1 95 7 --------------------— og hljóp enn hraðar en nokkru sinni og baðaði út höndunum og öskraði, einhvers staðar skammt fram undan mér fannst mér ég sjá bleksvart myrkur, ég varð að ná þessu bleksvarta myrkri, ef til vill var þetta myrkur nógu dimmt til þess að ég gæti falið mig í því, nú voru aðeins fáir metrar eftir, en þá var eins og einhverjar síðustu leifar af skynsemi aðvöruðu mig, ég var að verða komin fram á brún á sjávarhömrunum, hægra megin við mig sá ég draugalegan skugga sólskýlisins. Ég reyndi að beygja til hægri, en þá hafði hann náð mér. Ég barðist um á hæl og hnakka, mér fannst hann vera að draga mig í áttina fram á klettabrúnina, hann sagði ekki eitt einasta orð. Ég gat ekki staðið gegn honum, hafði enga krafta á móts við hann, mér fannst hann læsa höndunum inn í bakið á mér og svo á því síð- asta andartaki sem ég hafði fulla meðvitund fann ég þó, að hann var að draga mig til sín í áttina burt frá klettabrúninni, í burtu frá þessu hræðilega, bleksvarta myrkri. Næsta sem ég vissi af mér, var það, að ég var að reyna að brjótast út úr einhverju ennþá ------------------ Bergmál meira myrkri og það fyrsta sem ég skildi var það, að ég heyrði að hann sagði aftur og aftur: ,,Elskan mín, Susan, elskan mín,“ og þá opnaði ég augun og horfði í andlit hans sem var rétt hjá mér. Ofan við höfuð hans sá ég ferköntuðu reitina í þakinu á gróðurhúsinu. Hann bar vatns- glas að vörum mér og sagði eitt- hvað, mjög blíðlega. „Þú varst veikur,“ sagði ég kjökrandi. ,,Veikur,“ sagði hann hvasst. „Hvað áttu við, að ég hafi verið veikur.“ „Það lagast, það lagast áreið- anlega Bill, vertu ekki áhyggju- fullur út af því.“ „Svaraðu mér, Susan,“ sagði 'hann og hristi mig svolítið. „Hvað ertu að tala um.“ „Frú Porter,“ hvíslaði ég. „Frú Porter sagði mér að þú hefðir orðið fyrir taugaáfalli í stríð- inu.“ Ég sá að andlit hans færð- ist upp á við og fjær mér. „Ég hefði svo sem átt að geta gizkað á þetta,“ sagði hann rólyndis- lega. „Þetta gefur mér skýringu á ýmsu.“ Hann setti fingurinn undir höku mína og lyfti upp höfði mínu þar til ég horfðist í augu við hann. „Horfðu á mig, Susan, lít ég út eins og maður, sem er andlega 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.