Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 12

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 12
B E R G M Á L bilaður, trúir þú því raunveru- lega, að ég sé það?“ „Elsku vinur minn, ég veit ekki lengur hverju ég má trúa og hverju ekki.“ „Viltu litast um hérna,“ sagði hann næstum grimmdarlega. Aftur horfði ég á fjólurnar, sundurtættar og niðurtroðnar í svaðið og ég titraði frá hvirfli til ilja. „Hún kom hingað niður í gróðurhúsið rétt fyrir kvöldverð til þess að reka mig. Hún var róleg og virtist hafa fulla stjórn á sjálfri sér, en það leyndi sér ekki móðursýkin í augum hennar.“ „Frú Porter?“ hvísiaði ég undrandi. „Auðvitað var mig farið að gruna þetta fyrir löngu, ég vissi það að hún gæti ekki verið heil- brigð og lifað á þann hátt sem hún lifði,“ sagði Bill. Og mér fannst skyndilega eins og kuldi leggjast að hjarta mínu. Ég skalf eins og ég væri að verða veik. „Hún er dáin,“ sagði ég með rödd sem mér virtist hljóma allt öðru vísi heldur en mín rödd átti að gera. Hann tók báð- um höndum um herðar mér. „Susan, reyndu að jafna þig. -------------- September Hvað í ósköpunum ertu eigin- lega að segja.“ Eins og ósjálfrátt endurtók ég: „Frú Porter er dáin, hún liggur þarna inni í setustofunni, hún hefur verið myrt.“ Hann tók mig í faðm sér og rödd hans var róleg og huggandi og mér fannst eins og eitthvað af óttanum síast burt frá mér. Ég sagði honum allt, sem fyrir mig hafði borið. „Hún hugsaði ekki um neinn og kærði sig ekki um neinn nema Vance,“ sagði ég að lok- um. „Allt annað í lífinu var henni einskis virði, þetta er allt svo einkennilegt, sérstaklega finnst mér einkennilegt að hún skyldi segja mér að þú værir, að þú værir . ... “ „Það er alkunn aðferð þeirra, sem eru sálsjúkir að gefa í skyn að þeir sem umgangast þá séu á einhvern hátt óheilbrigðir, og auk þess hefur hún viljað stía okkur í sundur. Það var ekki langt frá að henni tækist það, eða hvað finnst þér? Hún gat ekki. liðið það að nokkur maður væri hamingjusamur, það er langt, langt síðan að ég sá það. Ég geri ráð fyrir, að Howard og Fira hafi líka séð það. í fyrstu hélt ég að það væri aðeins af- 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.