Bergmál - 01.09.1957, Síða 13

Bergmál - 01.09.1957, Síða 13
1 9 5 7 ------------------------- brýðissemi, en smátt og smátt skildist mér að þær kenndir ristu miklu dýpra. Ég reyndi að Ieiða Sylviu fyrir sjónir hvernig hún væri, en Sylvia dáði frú Porter þangað til Hann hristi höfuðið og ég sá sársauka- drætti í andliti hans. „Hvað ætlaðir þú að segja um Sylviu Fain?“ spurði ég. „Ég held,“ sagði hann, „að frú Porter hljóti að hafa drepið hana.“ . „Ó, — nei!“ „Ég veit ekki hvers vegna, Susan.“ Hann sló krepptum hnefa hægri handar í vinstri lófann. „Mig vantar einhvern hlekk í þetta allt saman til að geta skilið það. í fyrstu hélt ég að frú Porter hlyti að hafa gert eða sagt eitthvað, sem hefði rekið Sylviu til þess að fremja sjálfsmorð og mér fannst að ef til vill væri ég að einhverju Ieyti samsekur, en í kvöld þá breyttir þú þessu öllu þegar þú sagðir mér í símann það sem frú Porter hafði sagt þér um stefnumót mitt við Sylviu. Eng- inn gat hafa vitað um það, frú Porter hlýtur að hafa hlustað á samtal okkar í hinum símanum niðri þegar Sylvia hringdi til mín. Fáeinum mínútum síðar ------------------ B E R G M Á L sendi frú Porter mig' í vissum erindum niður í borgina og hún vissi vel að ég gat ekki verið komin aftur fyrir klukkan átta, og þó munaði minnstu að hún ætlaði sér nógan tíma. Klukkan hálf níu kom ég aftur til baka og þá var Sylvia ekki lengur hér.“ „En hví í ósköpunum skvldi hún vilja gera slíka hluti sem þetta, jafnvel þó að maður taki tillit til þess að hún sé eitthvað sálsjúk.“ „Ég veit það ekki, ég skil það ekki,“ sagði hann aftur. „í sím- ann fór Sylvi'a eitthvað að tala um ljósmynd og eitthvað um það að frú Porter hefði stungið einhvern í gegn með pappírs- hníf.“ „Ljósmyndin,“ hrópaði ég og horfði á Bill eins og til þess að biðja hann að fyrirgefa mér. „Ó, elsku vinur minn, reyndu að skilja mig. Ég fann þessa ljós- mynd og ég þorði ekki að af- henda þér hana, það er mynd af frú Porter á brúðkaupsdaginn, en það einkennilega við þessa mynd var það, að andlit brúð- gumans var tætt og rispað og rifið.“ Eitt andartak starði Bill á mig, en bví næst sagði hann 11

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.