Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 15

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 15
1957 og ávarpaði Howard, og þá var eins og minningarnar glæddu einhvern glampa í augum hans, og svip! „Já, já einmitt," sagði hann eins og með fyrirlitningar- hreim, „þetta er hinn gamli, góði félagi minn, skjólstæðingur minn.“ Röddin var hrjúf og hörð. Hann hélt áfram að tala, en þó fremur eins og hann væri að tala við sjálfan sig heldur en við okkur, og starði flöktandi augum niður á hendur sínar á hljómborðinu. „Öll þessi ár skrifaði hún mér stöðugt." „Alltaf hið sama, — þessi bréf færðu mér alltaf hið sama.“ „Já, þau voru alltaf yfirfull af öllum þeim jarðnesku gæðum, sem ég myndi öðlast er ég að lokum yrði laus og ég var sá asni að trúa þeim, ég hefði átt að vita betur. En ég lifði samt í voninni.“ É'g fremur fann það en sá, að Fira snökkti hljóðlega að baki mér. . „Hún beið mín í anddyrinu þegar ég kom, og hún stóð þarna eins og greifynja í fullum skrúða. Hún brosti og bauð mér að gjöra svo vel og koma inn í setustofuna og svo ... .“ ------------------ Bercmái. Hann strauk hönd yfir augu sér. „Svo fór hún að hlæja, eins og vitfirringur, og hló á þann hátt, að það hefði getað fryst blóðið í æðum ykkar. Hún horfði á mig og af mér á blómvönd sem hún hélt á og hló aftur og svo sagði hún mér það, að ég skyldi ekki fá einn einasta grænan eyri, ekkert, hún hafði aðeins látið mig koma hingað aftur til þess að hún gæti sagt mér að hún fyrirliti mig, hefði viðbjóð á mér og hefði alltaf haft, og hún sagði mér að hunzk- ast út, og þegar hún stóð þarna og hreytti þessu að mér, þá var hún nákvæmlega eins og gamli maðurinn, faðir hennar. Ég held að hún hafi vitað fyrirfram hvernig ég myndi bregðast við og hvað ég myndi gera henni. Og ég held, að hún hafi einmitt beðið eftir því, henni var það þess virði að deyja á þennan hátt, vegna þess að hún vissi, að ég myndi verða hengdur fyrir það, eða hverjir nú sem aftökusiðirnir eru hér í þessu landi.“ Bill þreifaði eftir hönd minni og ég stamaði fram: „Hún elsk- aði yður einu sinni, en þér eyði- lögðuð líf hennar.“ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.