Bergmál - 01.09.1957, Síða 18

Bergmál - 01.09.1957, Síða 18
Sönn saga úr síðari heimsstyrjöldinni: UNDRAVERÐ HETJA Eftir Indro Montanelli. Saga mín byrjar þann dag í marz-mánuði 1944 þegar hans hátign, Della Rovere herforingi, einkavinur og samstarfsmaður Badoglio marskálks og tækni- legur ráðunautur Alexanders herforingja, var fluttur í San Vittore fangelsið og settur í klefa sem var gegnt mínum klefa. ítalska leynihreyfingin var að reyna, þegar þetta var, að kljúfa straum þýzkra vara- liðsmanna til vígvallanna á Suður-Ítalíu. Ég komst að því að hershöfðinginn hafði verið handtekinn af Þjóðverjum ein- hvers staðar á Norður-Ítalíu rétt eftir að hann hafði verið settur á land úr kafbáti vestur- veldanna, en hann hafði átt að taka að sér stjórn ýmsra fram- kvæmda sem skæruliðar höfðu með höndum. Ég undraðist og hreiíst af höfðinglegri og tigin- mannlegri framkomu hans, eng- um gat blandazt hugur um, að þar fór aðalsmaður, jafnvel Franz, hinn ómannúðlegri þýzki yfirfangavörður þessa fangelsis, heilsaði herforingjanum að her- mannasið. Af öllum þeim „játn- ingaverksmiðjum“ á Ítalíu, sem Þjóðverjar starfræktu á þessum tíma var San Vittore fangelsið illræmdast. ítalskir skæruliðar, sem handteknir höfðu verið og stóðust allar venjulegar yfir- heyrslur annars staðar, voru sendir til kúgunarmeðferðar í San Vittore og þar tók Gestapo- foringinn Múller við þessum föngum og hafði hann með sér 16

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.