Bergmál - 01.09.1957, Síða 19

Bergmál - 01.09.1957, Síða 19
19 57 B E R G M Á L heilan flokk útvalinna SS- manna, en þeim tókst venjulega að neyða þær upplýsingar upp úr fórnardýrinu, er þeir óskuðu eftir, jafnvel hinum allra harð- svíruðustu, með aðferðum sem eru frægar orðnar í annálum hinna hugvitssömustu pynting- araðferða. Það voru liðnir sex mánuðir frá því að ég hafði verið handtekinn. Ég hafði verið yfir- heyrður nokkrum sinnum og ég var bæði úttaugaður og kjark- laus orðinn. Stundum lá ég og velti því fyrir mér hversu lengi ég gæti haldið út enn. Svo gerð- ist það einn daginn, mér til hinnar mestu undrunar að Cer- aso, einn af ítölsku fangavörð- unum, opnaði dyrnar að klefa mínum og sagði mér að Della Rovere yfirhershöfðingi óskaði eftir því að fá að tala við mig. Dyrnar að klefa hershöfð- ingjans voru ólæstar eins og þær höfðu jafnan verið og það sem meira var og undraverðara, var, að hann hafði rúm í klefa sínum, þótt allir aðrir fangar yrðu að sofa á berum fjölunum. Hann heilsaði mér hæversklega, vel klæddur og framúrskarandi snyrtilegur, með einglyrni fyrir hægra auga. „Komið þér sælir, kapteinn Montanelli, ég hafði heyrt þess getið þegar áður en ég sté hér á land, að þér væruð hér. Ríkisstjórn hans hátignar hefur vakandi áhuga á örlögum yðar. Vér erum öruggir um það jaínvel þegar þér fallið fyrir skotum þýzkrar aftökuherdeild- ar, að þér munið uppfylla skyldu yðar, frumskyldu yðar sem yfir- maður í hernum. Gjörið þér svo vel og fáið yður sæti.“ Þá fyrst varð mér það ljóst að ég hafði allan tímann sem hann talaði staðið stífur frammi fyrir hon- um með hælana saman og hend- urnar niður með síðunum. „Líf okkar yfirmannanna í hernum er mjög tilviljunum háð,“ hélt hann áfram. „Foringi í hernum er, ef svo má segja, brúðgumi Heljargyðjunnar — Novio de la Muerte — segja Spánverjarnir.11 Hann þagnaði og fægði einglyrnið sitt með snjóhvítum vasaklútnum og mér flaug í hug í svipinn að nöfn manna lýstu oft einkar vel per- sónuleika þess sem bæri það. Della Rovere þýðir; „af eikar- stofni“ og hér frammi fyrir mér var vissulega maður úr harðviði. „Þeir hafa þegar kveðið upp dóm yfir mér,“ hélt hann áfram, „en hvað um yður?“ 17

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.