Bergmál - 01.09.1957, Síða 20
B E R G M Á L
„Ekki ennþá, yðar hátign,"
svaraði ég næstum því í afsök-
unartón.
„Það kemur að því,“ sagði
hann. Þjóðverjarnir eru óþreyt-
andi í elju sinni, þegar þeir eiga
von á einhverri játningu eða
geta gert sér von um játningu,
en þeir eru iíka oft riddaralegir
gagnvart þeim eða í mati sínu á
þeim, sem þeir vita að munu
neita að játa nokkuð. Þér hafið
ekki talað. Vel gert. Og það
þýðir að þér munuð verða heiðr-
aður með því að verða skotinn í
brjóstið en ekki í bakið. Ég hvet
yður til að verða staðfastur í
framtíðinni, en ef þér skylduð
verða beittur þessum pyntingar-
aðferðum þá leyfi ég mér að
leggja til að þér nefnið aðeins
mitt nafn. — Ég er ekki með
þessu að draga í efa óraskanleg-
an siðferðisstyrk yðar, en það
eru takmörk f jnir líkamlegu þoli
allra. —
Segið þeim, að hvað sem þér
gerðuð og allt sem þér hafið
gert, hafið þér gert samkvæmt
mínum fyrirskipunum. Segið
mér annars, fyrir hvað þér eruð
ásakaður?
Ég sagði honum allt af létta
og dró ekkert undan, hans há-
tign hlustaði á mig eins og
--------------- September
kaþólskur prestur á skriftabarn
sitt. Við og við kinkaði hann
kolli eins og í viðurkenningar-
skyni.
„Yðar aðstaða er eins ljós eins
og mín,“ sagði hann er ég hafði
lokið frásögninni. „Við vorum
báðir að framkvæma skipanir
yfirboðara okkar, hin eina
skylda sem eftir er að uppfylla
fyrir okkur er að deyja í bar-
daga á orustuvelli heiðursins,
það ætti að vera okkur auðvelt,
að deyja með sæmd.“
Þegar Ceraso var að læsa mig
inni í fangaklefa mínum á eftir,
þá grátbað ég hann um að senda
mér rakara daginn eftir og þetta
kvöld braut ég buxurnar mínar
saman og reyndi að strjúka þær
sem bezt ég gat á brúninni á
gluggakistunni áður en ég lagð-
ist endilangur á plankann og
sofnaði.
Næstu dagana sá ég marga af
föngunum vera leidda í heim-
sókn inn í fangaklefa yfirhers-
höfðingjans og er þeir komu
þaðan út aftur þá virtust þeir
allir ganga beinni í baki en þeir
höfðu áður verið og var kjark-
leysissvipurinn stórum farinn
að minnka.
Hávaði og óregla í okkar ein-
angruðu deild minnkaði stórum,
18