Bergmál - 01.09.1957, Síða 27
1 9 5 7 ------------------------
Bertoni var reiðubúinn að
semja við þá. Hann bauðst til að
gera eins og þeir fóru fram á,
en í staðinn krafðist hann þess,
að fá sérstaka meðferð í fang-
elsinu og jafnframt að honum
yrði tryggt það, að honum yrði
sleppt fljótlega aftur. Þjóðverj-
arnir fundu upp nafnið Della
Rovere og' sögu þess hershöfð-
ingja og kenndu honum hlut-
verkið.
Þá bað hann um að sér yrði
veittur nokkur tími til að vinna
traust þeirra fórnardýra, sem
hann seinna átti að svíkja og
honum voru veittir nokkrir dag-
ar til slíkt undirbúnings, en Ber-
toni var slungnari en þeir vissu:
hann var ákveðinn í því að
svíkja aðeins Þjóðverjana.
Og þá varð hin undraverða
persónuklofning. Jafnframt því
sem Bertoni fór að leika hlut-
verk yfirhershöfðingjans Della
Rovere, þá varð hann í raun og
veru Della Rovere, og hann tók
sér fyrir hendur hlutverk, sem
var sannkallað ofurmennishlut-
verk, en það var að gera San
Vittore fangelsið óvinnandi vígi
öllum játningaaðferðum og
fangana nógu styrka til að mæta
örlögum sínum. Og með aðsóps-
mikilli framkomu sinni, reisn,
-------------------B E R G M Á L
hugrekki og trúnaðartrausti
skapaði hann nýjan virkuleik og
persónuleg verðmæti þessum
vesalings mönnum, sem þarna
voru innilokaðir.
En að lokum vissi hann að
skeið hans var á enda runnið.
Múller Gestapoforingi varð ó-
þolinmóðari með hverjum deg-
inum sem leið. Hvers vegna
komu ekki neinar játningar
fram ennþá?
Og þegar ,,Della Rovere“ tal-
aði við mig þennan síðasta dag
er hann var í klefa sínum í
fangelsinu og kallaði fangavörð-
inn til vitnis um það sem hann
sagði, þá vissi hann að öllu var
lokið og' að þetta var eina leiðin
til þess að umheimurinn fengi
að heyra sögu hans. Og þetta
var líka eina leiðin til þess að
Ítalía fengi að heyra það, að hann
hefði ekki brugðist á verðinum.
22. júní 1945 er ár var liðið frá
blóðbaðinu í Fossoli, þá stóð ég í
dómkirkjunni í Milano og horfði
á kardinálann í borginni leggja
blessun guðs yfir kistur hetjanna
frá Fossoli. Kardínálinn vissi
hvers lík var d kistunni sem
merkt var „Della Rovere", hann
vissi líka að enginn var betur
eða með meiri rétti að þeim
titli kominn: „Yfirhershöfðingi",
25