Bergmál - 01.09.1957, Side 31

Bergmál - 01.09.1957, Side 31
1 9 5 7 ------------------------ en hún talaði hins vegar svo hratt og með svo ákefðarlegu og innilegu hvísli, að Hutton átti mjög erfitt með að greina sam- hengi orða hennar. Eftir því sem hann komst næst, var hún að segja honum æfisögu sína. Eld- ingarnar urðu smám saman strjálari og myrkrið huldi þau með öllu langtímum saman. En við hvert eitt leiftur sá hann hana hlakkandi yfir sér, tilbúna til að renna sér á bráðina af heljarafli. Myrkur, regn og svo leiftur, andlit hennar var rétt hjá honum. Fölt hörund með ljósgrænni slikju; þaninn sjá- öldur, mjó munntotan, breiðar augnabrúnir. Agrippina eða öllu heldur — já, var þetta ekki öllu fremur George Robey? Hann fór að hugsa um alls konar fáránleg ráð til undan- komu. Hann gæti allt í einu stokkið á fætur og látist sjá inn- brotsþjóf — stöðvið þjófinn, stöðvið þjófinn! — og þotið svo út í myrkrið til að elta hann. Eða ætti hann að látast fá fyrir hjartað skyndilega? eða að hann hefði séð vofu — svip Emily — í garðinum? Hann var svo nið- ursokkinn í þessar barnalegu hugleiðingar, að hann veitti orð- um ungfrú Spence enga athygli ------------------- B E R G M A L lengur. Hann rankaði við sér þegar hún greip með krampa- kenndu átaki í hné hans. „Ég mat það mikils hjá yður, Henry,“ sagði hún. Mat hvað mikils? „Hjónaband er heilagur sátt- máli og virðing yðar fyrir því, jafnvel þegar, eins og í yðar hjónabandi, hvorugur aðila er hamingjusamur, vakti hjá mér aðdáun og lotningin fyrir yður og — þori ég að segja meira? —“ Æ, innbrotsþjófurinn, vofan í garðinum! En það var of seint. „. . . Já, ég elska yður, Henry. Og nú erum við frjáls.“ Frjáls. í myrkrinu heyrðist hreyfing og hún var krjúpandi á gólfinu hjá stólnum hans. „Ó, Henry, Henry, ég hef ver- ið óhamingjusöm líka.“ Handleggir hennar luktust um hann og honum skildist af skjálftanum á líkama hennar, að hún var að kjökra. Hún var eins og dæmdur maður að biðja um náð. „Þér megið ekki gera þetta,, Janet,“ sagði hann. Þessi tára- flaumur var skelfilegur, skelfi- legur. „Ekki núna, ekki núna! Reynið að vera róleg; þér verðið að fara í rúmið.“ Hann klappaði á öxl hennar og stóð svo á fæt- 29

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.