Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 31

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 31
1 9 5 7 ------------------------ en hún talaði hins vegar svo hratt og með svo ákefðarlegu og innilegu hvísli, að Hutton átti mjög erfitt með að greina sam- hengi orða hennar. Eftir því sem hann komst næst, var hún að segja honum æfisögu sína. Eld- ingarnar urðu smám saman strjálari og myrkrið huldi þau með öllu langtímum saman. En við hvert eitt leiftur sá hann hana hlakkandi yfir sér, tilbúna til að renna sér á bráðina af heljarafli. Myrkur, regn og svo leiftur, andlit hennar var rétt hjá honum. Fölt hörund með ljósgrænni slikju; þaninn sjá- öldur, mjó munntotan, breiðar augnabrúnir. Agrippina eða öllu heldur — já, var þetta ekki öllu fremur George Robey? Hann fór að hugsa um alls konar fáránleg ráð til undan- komu. Hann gæti allt í einu stokkið á fætur og látist sjá inn- brotsþjóf — stöðvið þjófinn, stöðvið þjófinn! — og þotið svo út í myrkrið til að elta hann. Eða ætti hann að látast fá fyrir hjartað skyndilega? eða að hann hefði séð vofu — svip Emily — í garðinum? Hann var svo nið- ursokkinn í þessar barnalegu hugleiðingar, að hann veitti orð- um ungfrú Spence enga athygli ------------------- B E R G M A L lengur. Hann rankaði við sér þegar hún greip með krampa- kenndu átaki í hné hans. „Ég mat það mikils hjá yður, Henry,“ sagði hún. Mat hvað mikils? „Hjónaband er heilagur sátt- máli og virðing yðar fyrir því, jafnvel þegar, eins og í yðar hjónabandi, hvorugur aðila er hamingjusamur, vakti hjá mér aðdáun og lotningin fyrir yður og — þori ég að segja meira? —“ Æ, innbrotsþjófurinn, vofan í garðinum! En það var of seint. „. . . Já, ég elska yður, Henry. Og nú erum við frjáls.“ Frjáls. í myrkrinu heyrðist hreyfing og hún var krjúpandi á gólfinu hjá stólnum hans. „Ó, Henry, Henry, ég hef ver- ið óhamingjusöm líka.“ Handleggir hennar luktust um hann og honum skildist af skjálftanum á líkama hennar, að hún var að kjökra. Hún var eins og dæmdur maður að biðja um náð. „Þér megið ekki gera þetta,, Janet,“ sagði hann. Þessi tára- flaumur var skelfilegur, skelfi- legur. „Ekki núna, ekki núna! Reynið að vera róleg; þér verðið að fara í rúmið.“ Hann klappaði á öxl hennar og stóð svo á fæt- 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.