Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 32

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 32
B E R G M Á I, ----------------- ur og losaði sig úr faðmlögum hennar. Hann skildi hana eftir þar sem hún lá í hnipri á gólf- inu við hliðina á stólnum, sem hann hafði setið í. Hann fálmaði sig áfram og gegn um forstof- una, og út úr húsinu, án þess að gefa sér 'tíma til að leita að hatt- inum sínum. Svo lokaði hann útidyrunum eins hljóðlega og honum var mögulegt. Himininn var orðinn heiðrík- ur og tunglið skein glaðlega. Vegurinn var blautur og það heyrðist hvernig vatnið rann eftir skurðum og ræsum. Hutton óð beint af augum og skeytti ekki um, þótt hann blotnaði. Þvílíkt hjartaskerandi kjök- ur. M'eðaumkun hans og iðrun var þó blandin reiði: hvers vegna tók hún ekki* á hlutunum eins og hann; án alvöru og tára? Já, að vísu, en hann vissi þá jafn- vel fyrirfram að þannig myndi hún aldrei snúast við þessu; hún kunni ekki að leika þann leik; það hafði hann vitað en samt haldið áfram. Hvað hafði hún verið að segja um höfuðskepn- urnar og ástríðurnar. Eitthvað margþvæit en satt, satt. Hún var eins og svart, þrumu- hlaðið ský og hann, eins og lít- ill, skrýtinn Benjamín Franklin, ---------------— S F. P T F. M B E R hafði sett sinn eldingaleiðara beint inn að hjarta þessa þrumu- valds. Og svo leyfði hann sér að kvarta yfir því að þetta leik- íang hans skyldi verða fyrir eldingunni. Hún var sennilega ennþá á hnjánum við stólinn, grátandi. En hvers vegna hafði hann ekki haldið leiknum áfram. Hvers vegna 'hafði ábyrgðar- leysi 'hans nú allt í einu yfir- gefið hann og skilið hann eftir einan og allsgáðan í köldum heimi. Engin svör bárust við spurningum hans. Ein hugsun var stöðug og yfirþyrmandi í huga hans — hugsunin um að flýja. Hann varð að forða sér tafarlaust. „Um hvað ertu að hugsa, kiðlingur?11 „Ekkert.“ Svo var þögn. Hutton var hreyfingarlaus, og hvíldi olnbog- ana á handriðinu og hökuna í höndum sér og horfði yfir Flor- ence. Hann hafði leigt sér hús uppi á hæð sunnan við borgina. Frá garðinum gat hann virt fyr- ir sér grænan, frjósaman dal- inn, borgina litlu neðar og lit- laust fjallið hinum megin: Monte Mærells; og austanvert 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.