Bergmál - 01.09.1957, Side 33

Bergmál - 01.09.1957, Side 33
1957 við það sást Fiesole, þéttbyggð hæð með hvítum húsum. Loftið var tært og víðsýni mikið í haustsólinni. „Hefurðu áhyggjur af ein- hverju?“ „Nei, þakka þér fyrir.“ „Segðu mér það, kiðlingur.“ „En elskan mín, það er alls ekkert að segja frá.“ Hutton sneri sér við, brosti og klappaði á hönd stúlkunnar. ,Ng held þú ættir að fara inn og fá þér dúr. Þaða er of heitt hérna.“ „Þá það, kiðlingur. Ætlar þú að koma líka?“ „Þegar ég er búinn með vind- ilinn minn.“ „Jæja þá. En flýttu þér að því, kiðlingur.“ Hægt og silalega gekk hún niður tröpurnar og í átt til hússins. Hutton hélt áfram að hugsa um Florence. Hann þarfnaðist einveru. Stundum var notalegt að losna við Doris og eirðarlaus atlot hennar. Hann þekkti ekki þjáningar innilegrar ástar, en nú kynntist hann þjáningum þess, sem er elskaður. Síðustu vik- urnar hafði honum liðið verr og verr með hverjum degi. Doris var alltaf nálæg eins og áleitin hugsun, eins og vond samvizka. Það var notalegt að vera einn. ----------------- Bergmál Hann dró upp úr vasa sínum umslag og opnaði það hikandi. Honum var illa við bréf. Þau voru alltaf um eitthvað miður skemmtilegt — núna, síðan hann gifti sig í annað sinn. Þetta bréf var frá systur hans. Hann leit yfir helztu skammar- yrðin sem stóðu þar. Orðin „ó- hæfilegur flýtir“ og „þjóðfé- lagslegt sjálfsmorð“, „varla kólnuð í gröf sinni“, „kvenmað- ur af engum ættum“, stóðu þar öll. Nú orðið stóðu þau í öllum bréfum, sem hann fékk frá heið- arlegum og réttsýnum ættingj- um. Hann var um það bil að rífa bréfið í tætlur þegar hann rakst á setningu neðst á þriðju blaðsíðunni. Hann fékk ákafan hjartslátt þegar hann las orðin. Þetta var furðulegt! Janet Spence sagði hverjum, sem hafa vildi, að hann hefði drepið kon- una sína á eitri til þess að geta gifst Doris. Þvílík illgirni og rætni! Þótt Hutton væri manna seinþreyttastur til vandræða, fann hann að hann skalf af bræði. Hann svalaði reiði sinni á barnalegan hátt — formælti kvenmanninum. Svo varð honum ljós broslega hliðin á málinu. ímynda sér, að hann hefði framið morð til þess 31

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.