Bergmál - 01.09.1957, Side 34

Bergmál - 01.09.1957, Side 34
B E K G M Á L ------------------- að giftast Doris! Ef þau grunaði, hvað honum dauðleiddist. Vesl- ings bjálfinn hún Janet. Hún hafði reynt að vera illgjörn -— en tókst einungis að vera flónsk. Hann heyrði fótatak í garð- inum neðan við og hugði þang- að. Þjónustan var að lesa ávexti. Stúlka frá Napoli, sem einhvern veginn hafði villzt norður til Florence. Hún hafði klassiska andlitsdrætti — en þó ofurlítið spillta. Vangasvipurinn var eins og stæling á sikileyskum pen- ingi frá spillingartímunum. Andlitsfallið, mótað fagurlega í línum gamallar listar, bar vott um algera fáfræði. Munnurinn var prýði hennar; skapandi, drátthög hönd móður náttúru hafði gefið honum svip snak- illrar sauðskepnu ... Innan íatalarfanna sá Hutton móta fyrir stæltum, fastmótuðum líkama. Hann hafði áður veitt henni athygli af óljósri forvitni. Nú var þessi forvitni umsköpuð í girnd. Draumsýn Theokritusar Þarna stóð hún; en hann — æ, hann var ekki geitamati í hlíð- um eldfjallsins. Hann kallaði á hana: „Armida“. Brosið á andliti hennar var svo eggjandi, var ytra tákn svo valtrar dyggðar, að Hutton varð ---------------- S E P T E M 1S E R hræddur. Hann var á heljar- þröm — aftur. Hann varð að snúa við, fljótt, fljótt, áður en það yrði of seint. Stúlkan horfði á hann. „Ha chiamoto?“ spurði hann loks. Heimska eða skin- semi? Hann átti einskis kostar framar. Þetta var alltaf jafn heimskulegt. „Scendo}“ kallaði hann til hennar. Tólf tröppur voru niður í garð- inn. Hutton taldi þær. Niður, niður, niður ... Hann sá sjálfan sig í anda hrapa af einum stalli vítis niður á þann næsta — frá myrkri og stormi og éli niður í hyldýpi eimyrju og elds. í nokkra daga voru forsíður blaðanna fullar af fréttum af Hutton-málinu. Þetta var vin- sælasta morðmál síðan George Smit-h hafði drekkt sjöundu brúður sinni í volgu baði og beint með því athygli allrar Ev- rópu frá stríðinu. Forvitni almennings hafði vaknað við þetta óvenjulega morð, sem hafði ekki komið í ljós fyrr en mörgum mánuðum eftir glæpinn. Mönnum fannst hér vera um að ræða atburð, sem vegna þess, hve slíkt er fá- gætt, sannaði áþreifanlega hand- Framh. á bls. 60. 32

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.