Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 36

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 36
Bergmál --------------------- niður og jafnframt af reikandi skrefum framan við dyrnar, það ískraði í hjörunum þegar annar gamall maður kom inn í stofuna, hann var ennþá bognari í baki, ennþá hrukkóttari og að öllu leyti ellilegri en hinn fyrr- nefndi. Hann gekk við hækju. t að sázt ekki í augu bans vegna skuggans frá húfuderinu og neðri vörin hékk eins og hálf- máttlaus svo að skein í gular, skemmdar tennurnar. Hann gekk beina leið að ihægindastól hinum megin við borðið, settist þunglamalega niður og hóst- aði. Maðurinn með visnu höndina leit sem snöggvast á komumanninn með auðsærri andúð. Gamla konan virtist ekki veita því neina athygli að hann kom inn en hélt áfram að stara inn í arineldinn. „Já, ég sagði það, að það er á yðar eigin ábyrgð,“ sagði mað- urinn .með visnu höndina enn, þegar hóstakviðunni linnti. „Já, það er á mína eigin á- byrgð,“ svaraði ég. Maðurinn með derhúfuna virt- ist nú fyrst veita því athygli að ég væri nærstaddur og gaut til mín hornauga eins og til að virða mig fyrir sér. Ég sá eitt andar- tak i augu hans, lítil en skær og --------------- September stingandi, svo fór hann að hósta aftur og ræskja sig. „Hvers vegna færðu þér ekki drykk,“ sagði maðurinn með visna handlegginn og ýtti bjór- glasi til hans. Maðurinn með der- húfuna hellti í glasið með titr- andi hönd svo að þriðjungurinn fór utan hjá og á borðið. Skuggi hans féll á vegginn að baki hon- um eins og afskræmt skrýmsli, á meðan hann hellti í glasið og drakk. Ég verð að játa það, að ég hafði ekki búist við svo kyn- legum íbúum í húsinu. í huga mér er alltaf eitthvað óraunhæft tengt elli'hrumleikanum, allir mannlegir eiginleikar virðast hverfa smátt og smátt hjá elli- hrumu fólki og án þess að mað- ur veiti iþví athygli dag frá degi. Þessi þrjú gamalmenni gerðu mér órótt í skapi með óeðlilegri þögn sinni og fáskiptileika. Þau sátu öll hokin og mér fannst aug- ljóst að þau hefðu öll andúð á mér og líka hvort á öðru; ef til vill hefi ég líka verið óþarflega næmur fyrir óþægilegum á- hrifum þetta kvöld. Ég ákvað að reyna að gleyma óljósum fyrirboða í fari þeirra um eitt- hvað ýkt og yfirnáttúrlegt uppi á loftinu. „Ef þér viljið visa mér upp í 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.