Bergmál - 01.09.1957, Page 37

Bergmál - 01.09.1957, Page 37
1957 BercmAl þetta draugaherbergi ykkar,“ sagði ég, „þá vildi ég gjarna fara að koma mér þar fyrir, svo að mér geti liðið vel þar í nótt.“ Gamli maðurinn með hóstann, lyfti höfðinu svo snögglega, að mér hálf-brá og gaut aftur til mín þrútnum augum út úr skugganum undan húfuskyggn- inu, en enginn svaraði mér. Ég beið heila mínútu og leit af einu þeirra á annað. Gamla konan sat eins og hún væri dauð og stirðnuð starandi inn í eldinn, sljóum augum. „Ef þér viljið vísa mér upp til þessa draugaherbergis ykkar,“ sagði ég aftur, nokkru hærra, „þá mun ég létta af ykkur þeim áhyggjum að þurfa að sitja yfir mér lengur.“ „Það er kerti á hillu hérna i'raman við dyrnar," sagði mað- urinn með visnu hendina og horfði niður á fætur sér um leið og hann svaraði. „En ef þér ætlið að fara upp í rauða her- bergið og vera þar í nótt ...?“ „Já, og það einmitt þessa nótt,“ sagði gamla konan lágt. „Þá, — þá farið þér aleinn.“ „Það skiptir engu máli,“ svar- aði ég stuttaralega. „En hvaða leið á ég að fara?“ „Þér gangið dálítinn spöl eft- ir ganginum," sagði hann og hnykkti höfðinu í áttina að dyr- unum, „þangað til að þér komið að hringstiga og þegar þér kom- ið upp á aðra hæð, þá komið þér að dyrum sem eru klæddar grænu klæði; þér farið í gegnum þær dyr og niður eftir löngum gangi alveg út í enda og þá kom- ið þér að rauða herberginu, það er þá til vinstri upp þrjár tröppur." Ég endurtók þessar leiðbein- ingar og spurði hvort það væri rétt hjá mér. Hann reiðrétti hjá mér eitt smáatriði. „Og þér ætlið raunverulega að fara þarna upp,“ spurði maður- inn með hóstann og leit í þriðja skipti á mig þessu einkennilega augnaráði, útundan sér. „Og' það einmitt þessa nótt,“ hvíslaði gamla konan. „Til þess kom ég hingað,“ svar- aði ég og gekk í áttina að dyrun- um, en um leið og ég hélt af stað fram að dyrunum stóð gamli maðurinn með derhúfuna á fæt- ur og hökti hringinn í kring um borðið eins og til að færa sig nær hinum og að arineldinum. Er ég var kominn að dyrunum, sneri ég mér við og leit á þau og sá að þau sátu öll saman í hnapp 36

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.