Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 37

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 37
1957 BercmAl þetta draugaherbergi ykkar,“ sagði ég, „þá vildi ég gjarna fara að koma mér þar fyrir, svo að mér geti liðið vel þar í nótt.“ Gamli maðurinn með hóstann, lyfti höfðinu svo snögglega, að mér hálf-brá og gaut aftur til mín þrútnum augum út úr skugganum undan húfuskyggn- inu, en enginn svaraði mér. Ég beið heila mínútu og leit af einu þeirra á annað. Gamla konan sat eins og hún væri dauð og stirðnuð starandi inn í eldinn, sljóum augum. „Ef þér viljið vísa mér upp til þessa draugaherbergis ykkar,“ sagði ég aftur, nokkru hærra, „þá mun ég létta af ykkur þeim áhyggjum að þurfa að sitja yfir mér lengur.“ „Það er kerti á hillu hérna i'raman við dyrnar," sagði mað- urinn með visnu hendina og horfði niður á fætur sér um leið og hann svaraði. „En ef þér ætlið að fara upp í rauða her- bergið og vera þar í nótt ...?“ „Já, og það einmitt þessa nótt,“ sagði gamla konan lágt. „Þá, — þá farið þér aleinn.“ „Það skiptir engu máli,“ svar- aði ég stuttaralega. „En hvaða leið á ég að fara?“ „Þér gangið dálítinn spöl eft- ir ganginum," sagði hann og hnykkti höfðinu í áttina að dyr- unum, „þangað til að þér komið að hringstiga og þegar þér kom- ið upp á aðra hæð, þá komið þér að dyrum sem eru klæddar grænu klæði; þér farið í gegnum þær dyr og niður eftir löngum gangi alveg út í enda og þá kom- ið þér að rauða herberginu, það er þá til vinstri upp þrjár tröppur." Ég endurtók þessar leiðbein- ingar og spurði hvort það væri rétt hjá mér. Hann reiðrétti hjá mér eitt smáatriði. „Og þér ætlið raunverulega að fara þarna upp,“ spurði maður- inn með hóstann og leit í þriðja skipti á mig þessu einkennilega augnaráði, útundan sér. „Og' það einmitt þessa nótt,“ hvíslaði gamla konan. „Til þess kom ég hingað,“ svar- aði ég og gekk í áttina að dyrun- um, en um leið og ég hélt af stað fram að dyrunum stóð gamli maðurinn með derhúfuna á fæt- ur og hökti hringinn í kring um borðið eins og til að færa sig nær hinum og að arineldinum. Er ég var kominn að dyrunum, sneri ég mér við og leit á þau og sá að þau sátu öll saman í hnapp 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.