Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 38

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 38
Bergmál --------------------- eins og dökkir skuggar, sem báru þarna við arineldinn; þau störðu öll á mig yfir öxl sér og virtist sem að væri áfergja í svip þessara gamalmenna. „Góða nótt,“ sagði ég og opn- aði dyrnar. „Ja, þetta er á yðar eigin á- byrgð,“ sagði maðurinn með visna handlegginn. Ég skildi dyrnar eftir upp á gátt þangað til kertið sem hann hafði vísað mér á frammi á ganginum var farið að loga glatt og þá lokaði ég. Ég hélt af stað eftir ganginum, sem bergmálaði hvrt skref mitt. Það setti að mér hroll vegna kuldans og rakans þar. Ég verð að játa það, að þessi undarlega framkoma þriggja gamalmenna, sem aðalsfrúin hafði falið gæzlu kastalans og hin eldgömlu, fornfálegu hús- gögn í henbergi húsvarðarins, sem þau höfðu safnað saman, hafði allt saman haft undarleg áhrif á mig þrátt fyrir tilraunir mínar til þess að halda hugar- farsjafnvægi. Þau virtust öll til- heyra liðinni öld eða jafnvel löngu liðnum öldum, þeim tím- um er andar voru hræðilegir og menn éttuðust vofur á hverju leiti, þeim tímum er heilbrigð -----------------S K P T F. M B E R skynsemi var svo til óþekkt, galdranornir og ýms fyrir.bæri voru daglegt brauð og engurn datt í hug að andmæla því að draugar væru til. Þau eru raun- verulega aðeins vofur, hugsaði ég, það þarf ekki annað en að líta á fatnað þeirra með úreltu gamaldags sniði, húsgögnin og skreytingarnar í herberginu þeirra minntu einnig á drauga og draugagang, vöktu í huga manns minningar og frásagnir um horfna menn, sem ganga aftur. Og þessi gangur, sem ég gekk um, var langur og skuggalegur og mér fannst vera raki á báðum veggj- um; hann var sannarlega eins eyðilegur og kuldalegur og dauðs manns gröf. En loks tókst mér að hrista af mér allar slík- ar hugsanir og ná andlegu jafn- vægi. Mér fannst gangurinn aldrei ætla að taka enda, ég fann dragsúg og það virtist vera mikið ryk í öllum hornum á gólfinu, kertaljósið flökti til og frá og mér fannst ýmist að skuggarnir hnipruðu sig saman eða teygðu úr sér og titruðu til og frá. Er ég gekk upp hring- stigann, bergmálaði fótatak mitt um allt og einn skuggi elti mig upp stigann, annar flýði á und- — 36 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.