Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 39

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 39
1957 an mér inn í myrkrið framund- an. Ég kom upp á stigapallinn og stanzaði þar eitt andartak til að hlusta á eitthvert skrjáf sem mér fannst ég hafa heyrt. Eins og einhver væri að skríða upp stigann á eftir mér. Ég sann- færði mig um að það var fullkomin og algjör þögn allt í kring um mig, og ýtti opinni hurðinni sem klædd var græna klæðinu, en það var auðsjáan- lega langt síðan hún hafði verið opnuð, því hún var orðin stirð á hjörunum. Er ég hafði loks opn- að hana, kom ég inn í annan gang, þar sem einnig ríkti dauðaþögn. Áhrifin af því að koma upp í þennan gang voru ekki eins sterk eins og ég hafði búist við, því að tunglsljós barst inn um stóran glugga á öðrum endan- um og sló dálitlum silfurlitum bjarma á alltþar inni. Allt þarna á ganginum virtist vera í röð og reglu, svo að þess vegna gat eins verið að íbúar hússins hefðu yf- irgefið það í gær en ekki fyrir heilu ári. Það voru kerta- stúfar í öllum stjökum og allt ryk sem fallið hafði á gólftepp- ið hafði fallið svo jafnt, að það var ósýnilegt við kertaljós mitt. Eftirvæntingarfull þögn hvíldi -------------------- B E R G M Á L yfir öllu. Ég var í þann veginn að ganga áfram er ég stakk fyrir mig fótunum. Standmynd úr bronsi stóð rétt ofan við stiga- pallinn og sást ekki þaðan sem ég stóð vegna þess að hún var í dálitlum afkima á bak við svo- lítið horn á veggnum, en skugg- inn af henni féll undarlega glöggt á panelþilið og hafði þau áhrif að mér fannst sem ein- 'hver lægi þarna í leyni fyrir mér. Ég stóð' stífur örlitla stund. Svo, þegar ég hafði stungið hendinni í vasann, sem skamm- byssan var í, færði ég mig svo- lítið áfram og kom þá auga á styttuna sem glampaði á í tungls- ljósinu. Þetta atvik kom í svip- inn jafnvægi á taugar mínar og hugsarástand og hélt ég nú hik- laust áfram eftir ganginum. Dyrnar að rauða herberginu og þrepin upp að því lágu í skuggalegu horni og ég bar kert- ið ýmist til hægri eða vinstri til þess að sjá glögglega hvernig þessi afkimi í ganginum var, sem ég stóð í, áður en ég opnaði hurð- ina. Hér var það, hugsaði ég, sem fyrirrennari minn hafði fundizt og minningin um söguna af honum kom mér til þess að verða lítið eitt órór á ný. Ég leit 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.