Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 44

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 44
Bergmál ---------------------- sterkari heldur en ég hafði gert ráð fyrir. Ég tók eldspýtur af borðinu og gekk rólega og leti- lega út í hornið til þess að kveikja aftur á kertinu inni í skápnum, fyrsta eldspýtan, sem ég reyndi, var ónýt en það kviknaði á þeirri næstu og um leið og það kviknaði á henni virtist mér eins og það blikaði á eitthvað á veggnum framan við mig. Mér varð litið til hlið- ar, eins og ósjálfrátt, og sá þá að slokknað hafði á litlu kertun- um tveimur sem stóðu á borðinu rétt hjá arninum. Ég stóð sam- stundis á fætur. „Þetta var skrítið,“ sagði ég við sjálfan mig, „skyldi ég hafa gert þetta sjálfur óafvitandi. Ég gekk aftur að borðinu og kveikti á öðru kertinu, en um leið og ég gerði það sá ég að kertið hægra megin við annan stóra spegilinn fór að dofna og loks slokknaði það alveg og andartaki síðar slokknaði á kert- inu hinum megin við hann. Log- arnir á þeim báðum hurfu blátt áfram eins og kveikurinn hefði skyndilega verið klipinn milli þumalfingurs og bendifingurs og það sást hvorki glóð á kveikn- um né heldur nokkur reykur er siokknaði á þeim, aðeins svart- -------------- September ur kveikurinn eftir. Á meðan ég stóð og horfði á þetta opnum munni, slokknaði einnig á kert- inu sem stóð við endann á rúm- inu og mér fannst eins og skugg- arnir taka eitt skref nær mér í hvert sinn sem slokknaði á einu kerti. „Þetta getur ' ekki gengið,“ sagði ég upphátt og í sama bili sokknaði á öðru kertinu sem var á arinhillunni og nokkrum augnablikum síðar á hinu. „Hvað gengur eiginlega á?“ hrópaði ég undrandi og ég heyrði að það var hálfgerður ótta- hljómur í röddinni. Um leið og ég hrópaði þetta slokknaði á kerti, sem stóð á fataskápnum og næstum í sömu andrá slokkn- aði á kertinu sem ég hafði kveikt á, á ný, inni í skápnum. „Látið þau í friði,“ hrópaði ég. „Ég vil láta loga á þessum kert- um.“ Ég reyndi að vera mynd- ugur í málrómi eins og ég væri að tala við einhvern óþekkan strák, en þó gætti hálfgerðrar móðursýki í röddinni. Á meðan var ég að hamast við að reyna að kveikja á eldspýtu til þess að fá aftur ljós á kertin, jafnóðum og slokknaði á þeim. Hendur mínar skulfu nú svo mjög, að tvisvar sinnum hitti ég fram hjá 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.